29. apríl 2003  #
Lífið og tilveran

Held að það hafi aldrei neinn vesenast jafnmikið út af pappír eins og ég... :p Ég keypti nýjan og þykkari pappír í dag, er mun ánægðari og er hætt að vandræðast í Jóa út af þessum pappírsmálum ;) En það hlaut auðvitað að koma upp eitthvað smávandamál - ég keypti tvo eins pakka af pappír, notaði einungis annan pakkann í að prenta eintak eitt og blöndu úr báðum pökkum í eintak tvö. Þramma með ritgerðirnar yfir í bóksölu þar sem Hörður sér að pappírinn í seinna eintakinu er misstór... Þá var sem sagt einhvers konar galli í öðrum pakkanum þannig að pappírinn þar var pínu lengri. Týpískt. En það voru sem betur fer ekki of margar blaðsíður sem ég þurfti að prenta upp á nýtt en samt...vesen.

Mér leið frekar undarlega í dag en ég fékk sorglegar fréttir af einni vinkonu minni. :( Ég er hrædd um að maður sé ekki nógu duglegur að vera þakklátur fyrir það sem maður hefur - lífið getur verið mjög fljótt að breytast. Held að maður eyði of miklum tíma í að pirra sjálfan sig yfir smámunum eins og hvernig pappír maður eigi að nota í lokaritgerðina sína...


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum