4. apríl 2003  #
Skemmtun í Smáralindinni

Við Jói skruppum í morgun inn í Kringlu þar sem við gerðum stórinnkaup í Bónus og fluttum viðskipti okkar frá Landssímanum yfir í Íslandssíma. Vonandi fara internetvandræði okkar nú að minnka. A.m.k. mun ég þakka mínum sæla að þurfa ekki að ræða framar við gáfumennin í þjónustuveri Landssímans!

Við systurnar skemmtum okkur í Smáralindinni í dag og kvöld en mér tókst að lokka Guðbjörgu í bæinn í dag ;) Við byrjuðum á því að rölta milli búða Smáralindarinnar, snæddum síðan á Pizza Hut og fylgdumst með því þegar Volkswagen Golf/Polo var dreginn á afturendanum upp í loft í Vetrargarðinum og að lokum skelltum við okkur á Maid in Manhattan í lúxussal Smárabíós. Ég veit vel að ég var að borga mig aftur á sömu mynd og síðast (og í þetta skiptið í lúxussal...) en þetta er yndisleg mynd sem ég gæti alveg séð nokkrum sinnum í viðbót. Svo er það nú ekki á hverjum degi (eða hverju ári...) sem við systurnar förum saman í bíó þannig að því ekki að hafa þetta bara virkilega flott og láta fara vel um sig í lúxussalnum :)
Ég er enn agndofa yfir hvað Ralph Fiennes er myndarlegur og sexý í þessari mynd. Væri ekki einhver til í að gera rómantíska mynd með báðum sætu bræðrunum? Það yrði sko mynd sem ég gæti séð oftar en einu sinni og oftar en tíu sinnum... ;)


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum