7. apríl 2003  #
Dugnaðarforkar :)

Letin í gær var svo sannarlega bætt upp með hörkudugnaði í dag. Við Helga, Hilda og Guðrún Brynja unnum eins og geðsjúklingar í stærðfræðivefverkefninu frá kl. 9 í morgun og fram til kl. rúmlega 17. Ekki slæmt, enda búnar að setja mestallt niður sem við ætlum að hafa með. Dugnaðurinn var reyndar svo mikill að leikfimitíminn datt upp fyrir. Úpps... En það verður að hafa það, maður hættir ekki í miðju kafi í verkefnavinnu þegar allt gengur vel og vinnan hreinlega flýgur áfram!

Í kvöld slappaði ég svo af við að horfa á Survivor og CSI. Tók upp Vesturálmuna og dýralífsþáttinn á RÚV á meðan - planið er að horfa á það einhvern tímann annað kvöld ásamt þáttum síðusta mánudags ;) Þetta hljómar eins og ég sé algjör sjónvarpssjúklingur sem má ekki missa af neinu á neinni stöð. Vandamálið er bara að einu þættirnir sem ég fylgist með á RÚV eru á sama tíma og aðalþættirnir á Skjá einum. Too bad - en þar kemur videotækið góða til sögunnar! :)


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum