29. maí 2003  #
Sól, hjól, göngutúr og bridds

Við Steinunn skruppum í heimsókn til ofurkvennanna Ragnheiðar og Jóhönnu í Háteigsskóla en þær sátu við frágang á verkefnum á frídeginum sínum. Nú er skólanum nefnilega að ljúka og krakkarnir fá verkefni vetrarins með sér heim ásamt umsögn. Já, það krefst greinilega mikillar vinnu að vera góður kennari - m.a.s. frídagarnir notaðir í vinnu.

Tengdapabbi kom og kíkti á hjólin okkar Jóa. Hjólið mitt er nú orðið að eðalhjóli á ný og gírarnir hættir að svíkja lit en hjólið hans Jóa er eitthvað þrjóskara og þarf að komast á hjólreiðaverkstæði.

Rétt eftir kvöldmat mundi ég eftir videospólunni sem ég átti eftir að skila og góða veðrið lokkaði mig til að skilja bílinn eftir heima og fara á tveimur jafnfljótum út á videoleigu. Ég hefði auðvitað getað hjólað fyrst hjólið er komið í lag :) en ég var í labbistuði svo hjólið varð eftir heima hjá bílnum og Jóa. Það var góð tilfinning að vera svona dugleg og ekki síðra að anda að sér fersku lofti og sleikja sólina, en einhvern veginn virka göngutúrar aldrei sem hressingarsprauta á mig. Í stað þess að vera full af orku og vinnugleði þegar ég kom heim lyppaðist ég örmagna niður í stól og nennti engu fyrr en nokkrum tímum síðar. Og samt var þetta ekkert brjálæðislega langur göngutúr...

Margrét í móttökunni á St. Jósefs lánaði mér Bridds-tölvuleik með Omar Sharif. Ég er búin að setja hann upp í tölvunni og ná einhverju af grunnreglunum svo nú sit ég löngum stundum og reikna út tromp og slagi. Auðvitað er ég ekki nærri því farin að skilja allt sem leikurinn gengur út á en er búin að skilja nóg til að geta spilað eitthvað mér til gamans. Ég leggst svo almennilega yfir þetta síðar og reyni að skilja til hlítar. Vonandi hef ég bara erft eitthvað af bridds-genunum frá pabba ;)


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum