1. júní 2003  #
Gestabókin komin í lag

Ég var að komast að því að gestabókin mín er búin að vera biluð, það gat enginn skrifað í hana. Síðasta færsla er rúmlega þriggja mánaða gömul. Jæja, það er kannski ágætt að heyra að ástæðan var bilun en ekki að enginn vildi skrifa í gestabókina mína...ég ætla alla vega að ímynda mér það hehe

En sem sagt, Jói gekk í málið og fann hvað var að og er búinn að laga hana :)


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


Skriftir hafnar :) ...loksins!

Hóf skriftir á skáldsögunni minni eftir hádegið. Held það sé kominn tími til, er búin að burðast með söguhugmyndina í maganum í tæpt ár, hún ætti að vera orðin vel melt. Ég ákvað að byrja ekki að skrifa fyrr en skólinn væri búinn þar sem ég var hrædd um að mig langaði lítið til að skrifa lokaritgerð ef mín biði skemmtileg skáldsaga þar sem ég gæti sjálf ráðið atburðarásinni ;) En skólanum lauk 2. maí og ég hef eytt heilum mánuði í ekkert, mánuði sem ég hefði geta notað í margar margar blaðsíður. En nú er ég loksins búin að gefa sjálfri mér gott spark í rassinn og er komin með 6 fyrstu blaðsíðurnar. Kannski ekki mikið, en ágætis byrjun :) Nú ætla ég að reyna að skrifa eitthvað á hverjum degi til að halda mér við efnið!

Já, það virðist nokkuð um rassaspörk í dag, Jói að hressast og kominn í stuð :)

Meira að segja grillið fékk spark í rassinn. Við vöktum það af vetrarsvefninum og grilluðum okkur úrbeinaðan grísahnakka ásamt eplum og banönum. Ég er fegin að fyrsta grill sumarsins fór fram í sólskini, ég stend enn í þeirri trú að það hefði boðað slæmt grillsumar ef fyrsta grillið hefði verið í rigningu eða hagléli.


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum