16. júní 2003  #
Skipulagningu ábótavant?

Ég er að vasast í svo mörgu og langar að gera svo margt um þessar mundir að ég held ég verði að fara að skipuleggja mig.

Mig langar að halda áfram að skrifa skáldsöguna mína.
Mig langar að lesa allt í bókastaflanum á náttborðinu mínu.
Mig langar að æfa mig að teikna eftir bókunum sem Jói gaf mér.
Mig langar að búa til heimasíðu fyrir yngri barna sviðið.
Mig langar að skanna inn fleiri myndir til að setja á síðuna mína.
Mig langar að sauma stóru krosssaumsmyndina sem ég er með.
Mig langar að fara í hjólatúra og göngutúra.
Mig langar að hitta vini og vandamenn mína oftar.

En einhverra hluta vegna geri ég minnst af þessu og er bara að drolla við að...ja, það er spurningin, hvað er ég eiginlega alltaf að gera?
Það virðist oft vera þannig að sumir sem hafa allra mest að gera (eru með börn, vinnu og jafnvel aukavinnu, sjá um heimili og fara í líkamsrækt o.fl. o.fl.) hafa alltaf nægan tíma til að gera allt og virðast hafa 50 tíma í sólarhringnum. Ég held að leyndarmálið hljóti að vera skipulagning.

Svo nú þarf ég bara að fara að skipuleggja og næ þá kannski að gera allt sem ég ætla mér :)


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum