21. júní 2003  #
Mikill lestur og útskriftarveisla

Elsku besti yndislegi Unnsteinn frændi minn reddaði mér sem sagt Harry Potter nr. 5 í gær eftir að bíða í 10 klukkutíma í röðinni fyrir utan Mál og menningu. Takk takk takk :) Verst að ég náði reyndar ekki að afpanta eintakið mitt sem Amazon er að senda mér svo það kemur líklega í pósti fljótlega eftir helgi... En það gerir lítið til, ég er þegar búin að finna kaupanda (og kaupendur) að bókinni svo ég sitji ekki uppi með tvö eintök.

Það var svaka stemning fyrir utan Mál og menningu rétt fyrir miðnætti í gær. Víkingar og eldgleypir (eða réttara sagt "eldspúari") skemmtu viðstöddum og rétt um það leyti sem átti að opna búðina til að hleypa fólki inn birtist trompetleikari í opnum glugga á efri hæð M&M. Um leið og hann blés í trompetinn brutust út fagnaðarlæti fyrir neðan. Alveg frábært :) Þau fremstu í röðinni fengu svo gefins eintak enda held ég að þau hafi alveg átt það skilið eftir langa langa bið!

Vinkona Unnsteins (sem er líklega í kringum 16-17 eins og hann) spurði mig hvort ég hefði verið að kaupa bókina fyrir sjálfa mig eða börnin mín. Mér fannst þetta eiginlega of fyndið til að móðgast. Ef ég ætti börn þá væru þau varla orðin nógu gömul til að lesa (eða láta lesa fyrir sig) Harry Potter á ensku. Nema ég hafi átt þau áður en ég komst á gagnfræðastigið. Þegar ég sagði henni að ég hefði verið að kaupa bókina fyrir mig sagði hún að sér "fyndist það alveg frábært". Já, henni fannst greinilega mjög merkilegt og aðdáunarvert að ég, gömul konan, væri að lesa "barnabækur".

En sem sagt... ég hef setið stíft við að lesa. Gaf mér reyndar tíma til að sofa í nótt ;) þ.e.a.s eftir klukkan þrjú og fór svo í útskriftarveisluna hennar Elvu um fimmleytið í dag til að fagna því, ásamt fjölskyldu hennar og öðrum vinum, að hún sé orðin löggiltur mannfræðingur. Til hamingju með það :)

En nú er kominn tími til að sökkva sér á ný ofan í bókina góðu. Ég býst fastlega við að klára hana í kvöld (eða nótt ;) hehe). Er eiginlega farin að telja að bókin sé of stutt...en ég get ómögulega treint mér hana svo hún endist lengur, það er ekki hægt annað en að gleypa þetta í sig!

Sjáumst síðar :)


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum