22. júní 2003  #
Stirð í baki, hálsi og höfði

Lesturinn og asnalegi "heilsukoddinn" minn eru búnir að taka sinn toll. Ég er að deyja í bakinu, hálsinum og höfðinu. Kannski ég passi mig næstu daga...

Ég kláraði Harry Potter rétt fyrir þrjú í nótt. Nú vil ég bara fá meira...auðvitað vill maður strax fá að vita hvernig sagan heldur áfram! Svona er þetta þegar maður les virkilega góðar bækur, maður vill lesa alla bókina strax til að vita hvernig hún endar en um leið og hún er búin þá vill maður eiga eitthvað af henni eftir ;)

Dundaði mér smá við að teikna eftir manga-leiðbeiningunum í kvöld og þetta var útkoman. Litaða útgáfan er gerð í Photoshop. Er búin að teikna nokkra hausa síðan ég fékk bækurnar en þetta er fyrsta myndin sem ég er stolt af. Hlakka til að halda áfram að æfa mig :)

Sorglegu fréttir dagsins eru að Dússý frænka, systir hennar mömmu í Danmörku, er mjög veik :(
Þessa mynd tók ég af systrunum þremur um jólin.


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum