13. júlí 2003  #
Tilþrifadagur

Við mæðgurnar þrjár fórum í gegnum heilu fjöllin af gömlum myndaalbúmum í gær og ég skannaði heilan helling inn. Eitthvað af myndunum er komið inn á netmyndaalbúmið hennar mömmu en meirihluti myndanna bíður samt enn í möppum á tölvunni minni.

Jói kom um kvöldmatarleytið og borðaði með okkur kjúkling. Skömmu síðar drifum við okkur af stað í bæinn til að gera okkur sæt og fín fyrir sameiginlegt afmæli Jóa Þórs og Eddu (bekkjarsystur Jóanna tveggja). Við skemmtum okkur vel, ég bragðaði á blágrænu bollunni og við dáðumst að útsýninu af svölum gestgjafans (Eddu).

En þrátt fyrir að við færum heim á miðnætti eins og Öskubuska, þá var mjög erfitt að rífa sig fram úr rúminu í morgun. Kannski af því plan dagsins var að þrífa íbúðina hátt og lágt. Aldrei gaman að yfirgefa hlýtt og mjúkt rúm til að gangast undir sjálfspyntingar þær sem fylgja því að þrífa og taka til ;) En það hafðist að lokum. Jói dreif sig í bakaríið og keypti morgunmat handa okkur og að honum loknum vorum við klár í slaginn. Nú er líka allt orðið voða hreint og fínt :)

Síðan kíktum við í heimsókn til tengdapabba og Daða, snæddum með þeim Dominos-flatbökur og ég fékk að skoða húsakynnin í fyrsta sinn. Þetta er virkilega skemmtileg og falleg íbúð.

Í kvöld horfðum við á Twin Dragons, alveg svakaleg steypa frá Jackie Chan en hægt að hlæja að vitleysunni í henni ;)


Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
14. júlí 2003 21:26:34
Þrif og kúrt undir sængum!
Það væri enn erfiðara að drífa sig á fætur ef sængurnar væru nýjar! Nú eru komnar rúmar 2 vikur frá því að þú skrifaðir um sængurnar sem ekki fengust í Rúmfatalagernum, ætluðum við ekki að fara saman að kaupa - þegar þær kæmu aftur í búðirnar? Hvenær væri hentugt fyrir þig?
Þetta lagði Steinunn í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum