14. júlí 2003  #
Sól, sól, skín á mig

Í dag fílaði ég mig eins og ég hefði verið flutt með tímavél yfir á gamaldags skrifstofu. Ég sat nefnilega úti í horni og vélritaði á límmiða. Já, ég vélritaði á ritvél, ekki lyklaborð. Það var glettilega skemmtilegt, sérstaklega þegar ég ýtti á enter-takkann og rúllan snerist og það heyrðist ping. Verst að ég kláraði allt sem þurfti að vélrita, það hefði verið svo gaman að vélrita meira á morgun...

Sólin lokkaði mig út aftur um leið og ég kom heim svo ég rölti út á videoleigu til að skila Jackie Chan. Ég tróð hálsklút ofan í handtöskuna mína þar sem ég óttaðist að mér yrði kalt en þurfti náttúrulega ekkert á honum að halda. Reif mig hins vegar úr peysunni sem ég hafði farið í og var bara á bolnum. Var fljót að koma mér út á svalir með góða bók þegar göngutúrnum var lokið og þar sat ég í hitanum þar til Jói kom heim. Ég dáist nú að dugnaðinum í honum, hann var að enda við að hjóla heim (upp í móti) í steikjandi hitanum og rauk svo bara beint út að slá grasið. Ég fór svo og hjálpaði honum smávegis við að raka. Svona til að verða að einhverju gagni ;)

Vonandi verður sól áfram á morgun, það er allt svo miklu skemmtilegra þegar sólin skín :)


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum