17. júlí 2003  #
Anti-Imelda Marcos

Kíkti á Outlet-skómarkað X18 eftir vinnu í dag. Steinunn var í svo fínum skóm þaðan þegar ég hitti hana um daginn, götuskórnir mínir eru að verða úr sér gengnir og svo blasti við mér auglýsing frá þeim í blaðinu í dag. Svo ég fylltist óvæntri löngun til að fá mér skó (gerist sko ekki oft, reyndar eiginlega aldrei). Veit ekki hvern ég þóttist vera að plata, um leið og ég steig inn á markaðinn missti ég áhugann og nennti ómögulega að spá almennilega í hvort ég heillaðist af einhverjum skóm þarna. Það var reyndar fullt af flottum skóm og á góðu verði en mig langaði ekki í neitt. Mátaði eitt par sem passaði illa og þá nennti ég ekki meiru. Held það vanti algjörlega í mig þetta skógen sem virðist vera ríkjandi í flestu kvenfólki. Veit ekki hvort það er gott eða slæmt...

Kláraði svakalega lélega Chicklit-bók í kvöld :( Ja, ég get kannski ekki sagt að ég hafi klárað hana því ég hraðfletti og skimaði í gegnum rúmlega helming bókarinnar eftir að hafa pínt mig til að lesa fyrri helminginn. Leiðinlegar persónur, langdregnar lýsingar og lítill sem enginn söguþráður. Mæli með því að Chicklit-aðdáendur forðist þessa bók eins og heitan eldinn!


Leggja orð í belg
2 hafa lagt orð í belg
18. júlí 2003 14:10:56
Skógen!!!
Ég þekki þetta með skóáhugaleysið. (Kannski er þetta ættgengt;-). Annars ætla ég að nota tækifærið og óska þér til hamingju með morgundaginn, 24 er það ekki???!!!!
Verð líklega mjög fjarri tölvum á morgun annars sendi ég þér bara afmæliskveðju þá líka...
Þetta lagði Anna S. Hjaltadóttir í belginn
18. júlí 2003 19:50:18
Koma tímar koma skór!
Koma tímar koma skór! (nýtt spakmæli) Takk fyrir að koma með möppuna, ég er búin að ljósrita gerði það strax eftir vinnu, njóttu morgundaxsins og ég sé þig vonandi á sunnudaginn :o)eitthvað!
Þetta lagði Steinunn í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum