24. júlí 2003  #
Veikindin á undanhaldi
Var enn veik í dag svo ég hélt mig heima, svaf og horfði á restina af videospólubunkanum sem Jói sótti fyrir mig í gær. Gott ráð, Helga ;)
Ætla í vinnuna á morgun enda hitinn kominn niður í örfáar kommur. Þannig að þegar mamma og Guðbjörg litu við um kvöldmatarleytið á leiðinni í bíó þá ákvað ég að skella mér með þeim. Sé sko ekki eftir því. Við fórum á What a girl wants og ég get varla lýst því hvað myndin er frábær! Um leið og við komum út sögðum við Guðbjörg samtímis að þetta væri mynd sem okkur langaði til að eignast. Mr. Darcy... fyrirgefið... Colin Firth var ótrúlega flottur og sætur að vanda enda ekki við öðru að búast af sjálfu goðinu og Oliver James III sem ég kannast ekki við að hafa séð í mynd áður var einnig algjör hjartaknúsari (það má alveg skella honum í þó nokkrar myndir til viðbótar). Held ég bendi öllum mínum vinkonum (og öðrum sem kunna að meta góðar myndir) að sjá þessa mynd sem fyrst!

Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum