25. ágúst 2003  #
Foreldraviðtöl og kvikmyndir

Ég var fegin að geta tekið foreldraviðtölin í dag í minni eigin stofu. Komst loksins í hana í morgun og miðað við hvernig hún var fyrir helgi þá leit hún bara vel út... Þetta fer allt að koma :)

Kvöldið fór svo í afslöppun, fór á videoleiguna og fékk smá nostalgíu-fíling í flettirekkanum. Valdi mér Back to the Future I sem ég er eiginlega farin að efast um að hafa yfirleitt séð áður... Hélt ég hefði séð hana á sínum tíma en núna held ég að ég hafi líklega bara séð nr. 2 og 3.

Reyndar var afslappelsiskvöld í gær líka. Við Jói fórum í heimsókn til Arnar og Regínu og horfðum þar á Moulin Rouge sem við skötuhjúin höfðum hvorugt séð (Örn og Regína voru mjög hneyksluð ;) hehe). Mjög góð mynd, myndatakan virkilega flott og tónlistin frábær. Þetta var eiginlega eins og að horfa á hreyfilistaverk með hljóði.


Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
25. ágúst 2003 22:33:53
BTTF
Back to the Future er þrenna sem maður skyldi horfa á í röð, bara langt videokvöld. Mynd 2 er reyndar ekki jafn skemmtileg og hinar en þriðja er flott (sumir segja betri en 1, ekki ég reyndar).
Þetta lagði Óli Gneisti í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum