13. september 2003  #
Letidagur

Skruppum upp í Miðhús í dag með tölvuleik fyrir Kára. Sátum drykklanga stund og spjölluðum við tengdó áður en við skruppum yfir í Húsasmiðju að athuga með harmonikuhurð fyrir vinnuherbergið okkar. Þar fengust rennihurðir en engar harmonikuhurðir. Ef einhver lumar á harmonikuhurð í geymslunni sinni sem hann þarf ekki á að halda, þá má sá hinn sami endilega hafa samband :)

Ég fór í rigningunni í kvöld út á videoleigu og náði mér í Emmu á DVD. Hef aðeins séð hana einu sinni og það fyrir löngu síðan svo það var alveg kominn tími á hana aftur. Virkilega sæt og skemmtileg mynd :) þó hún jafnist auðvitað ekkert á við aðalmeistaraverk Jane Austen ;) Mikið hlakka ég nú samt til þegar DVD-spilarinn okkar verður búinn að jafna sig, það er svo mikið fyrirtæki að tengja fartölvuna og hátalara við sjónvarpið. Varla að maður nenni því á svona letidögum...


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum