24. september 2003  #
Freistingar veikrar kennslukonu

Það er ekki gaman að kenna veikur. Komst að því í gær. Samúð 6 ára barna vegna hálsbólgu ráma kennarans er skammverm enda eru þau svo fljót að gleyma sér...

Ekki var ég skárri þegar ég vaknaði í morgun, komin með hita og hálsinn enn verri en áður. Svo ég ákvað að vera heima. Reyndi að sofa lengi en gallinn er bara sá, að þó svefninn sé voða fínn fyrir veika aumingja, þá er ekki gott fyrir hálsbólguveikan háls að eigandi hans liggi of lengi á bakinu. Þannig að ég hef reynt að hvíla mig frekar sitjandi í stól.

Ég kíkti inn á heimasíðu Unnar áður en Jói fór í skólann í hádeginu. Í dag er hún að segja frá því hvað það var notalegt að liggja niðri við sólfar og drekka kók í gleri með lakkrísröri. Nostalgíutilfinningin helltist yfir mig við að lesa þetta, öll gömlu barnaafmælin mín rifjuðust upp fyrir mér og ég einfaldlega varð að fá kók í gleri með lakkrísröri! Jói setti það samviskusamlega á innkaupalistann og færði mér herlegheitin þegar hann kom heim úr skólanum. Svo að nú sit ég hérna, veika konan, og drekk kók í gleri með lakkrísröri. Já, það er auðvelt að falla fyrir svona freistingum. Það eina sem vantaði á flöskuna var pappírsfígúra frá Disney. Man ekki einhver eftir þeim...? Maður krækti þeim utan um stútinn og hendurnar á þeim stóðu út í loftið.


Leggja orð í belg
3 hafa lagt orð í belg
24. september 2003 19:03:36
þess má geta
að ítarleg leit leiddi í ljós að í Kringlunni er lakkrísrörin eingöngu að finna í Konfektbúðinni
Þetta lagði Jói í belginn
25. september 2003 21:12:18
Við freistingum gæt þín
Þetta er svakalegt! Nú verð ég að fara og fá mér lakkrís og gos .. ég sem fór fótgangandi í sund áðan og ætlaði að vera heilsusamleg í kveld .. þar fór það! En elsku Sigurrós, góðan bata og vonandi hjálpar lakkrísrörið þér að batna fljótt og vel :o)
Þetta lagði Steinunn í belginn
25. september 2003 21:16:53
Hættulegt...
Hmmm...þetta er hættulegt, freistingarnar smita greinilega út frá sér! En við höldum bara fram sakleysi okkar og kennum Unni um, það var hún sem byrjaði ;) hehehe
Þetta lagði Sigurrós í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum