21. febrúar 2004  #
Álfar í Öskjuhlíðinni

Reif mig fram úr snemma í morgun og fór upp í skóla. Foreldrarnir í bekknum mínum höfðu skipulagt álfaratleik í Öskjuhlíðinni og ég var svo heppin að mega koma með :) Það var fimbulkuldi en við vorum vel klædd svo að þetta var í góðu lagi. Við gengum frá skólanum, upp að Perlu, niður að ylströnd og alla leið tilbaka. Ágætis labb enda var ég ágætlega lúin þegar ég kom heim. Þetta þurfum við Jói auðvitað að gera oftar, Öskjuhlíðin er svo nálægt okkur en samt höfum við aldrei á þessum tæplega tveimur árum farið þangað í göngutúr. Þurfum að bæta úr þessu!

Í kvöld ætla ég svo aftur að hætta mér út úr húsi. Sigrún er á leiðinni til mín og við ætlum að kíkja á kaffihús :) Gaman gaman!


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum