16. maí 2004  #
Eurovision 2004

Fór með Guðbjörgu á Selfoss á föstudagskvöldið eftir að hún útskrifaðist sem verkefnastjóri í eineltisverkefni Olweusar. Tilgangurinn með Selfossförinni var einkum að safnast saman fyrir Eurovision. Maðurinn minn er ekki svo ýkja hrifinn af keppninni og þá hann hefði eflaust horft á hana með mér ef ég hefði beðið fallega (er það ekki annars...? ;) hehe) þá langaði mig nú frekar að horfa á Eurovision með einhverjum sem hefur gaman af keppninni. 

Ég hef aldrei horft á Eurovision á stærri skjá heldur en í gær. Guðbjörg fékk lánað breiðtjald og skjávarpa fyrir Eurovision-partýið og það var rétt eins og við værum stödd á keppninni sjálfri í Istanbul...eða svona næstum því alla vega :) Það dugði samt ekki til að koma Jónsa og íslensku þjóðinni áfram. Æ, ég er svo sem ekkert sérlega hissa og hafði ekki búist við neinum frábærum árangri, hef sagt það hér áður að mér finnst lagið leiðinlegt. Það skánaði aðeins við frekari hlustun en ekki samt svo að mér færi að finnast það gott. Jónsi flutti það reyndar listavel með glæsilegum söng og framkomu, og hann hefði ekki getað staðið sig betur. Ég vorkenndi honum bara að vera ekki með betra lag :(
Mér fannst tyrkneska lagið einna best þó ég hafi reyndar ekki viljað að Tyrkland ynni aftur, mér finnst svo leiðinlegt þegar lönd vinna tvisvar eða oftar í röð. Við Guðbjörg vorum einmitt sammála um að landið sem vinnur eigi ekki að senda lag í keppnina næsta ár, fái bara að halda keppnina. En kannski er það ósanngjarnt, ég veit það ekki.

Þegar komið var fram að miðnætti fóru partýgestir að huga að því að koma sér á djammið og fór Guðbjörg með nokkrum samkennurum sínum í Hvíta húsið á ball. Ég sat eftir heima og dreif mig í rúmið, en ég var búin að sitja geispandi að berjast við að halda augunum opnum alveg frá því keppnin var búin. Hélt kannski að guðaveigarnar hefðu gert mig svona syfjaða en grunar reyndar núna að ástæðan sé líklega sú að... ég virðist vera að veikjast einu sinni enn!!!!!! Hvað er eiginlega málið?!?!? Mér líður alla vega eins og grásleppu núna (með þyngsli í höfði, særindi í hálsi og beinverki um allan líkamann) og mælirinn segir að ég sé komin með rúmlega 37,5 stiga hita. Enginn svakalegur hiti ennþá og ég ætla bara rétt að vona að hann fari bara lækkandi. En ég neita samt að láta einhver bjánaveikindi stela meiri vinnutíma frá mér, ég vil ekki missa einn einasta dag í viðbót úr vinnu!
Ég lýsi hér með frati á heilsu mína (eða heilsuleysi...)!


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum