7. júní 2004  #
Brúðkaup og síðasti kennsludagur

Kominn tími á bloggfærslu svo að það er víst best að byrja að pikka ;)

Á laugardaginn fórum við Jói í brúðkaup Óskars og Sóleyjar. Þetta var allt svo yndislegt, brúðhjónin hamingjusöm, tónlistin falleg, veislan glæsileg, veitingarnar ljúffengar og félagsskapurinn góður. Ég hitti meira að segja foreldra úr bekknum mínum, en eins og allir vita er Ísland svo lítið land að það telst nú ekki saga til næsta bæjar. Við Jói brögðuðum bæði á guðaveigunum sem í boði voru og skildum bílinn því eftir. Þurftum því að labba alla leið að sækja bílinn á sunnudeginum. Labbið tók merkilega lítið á enda stutt að fara yfir að safnaðarheimili Háteigskirkju héðan af Flókagötunni ;) Rúntuðum niður í bæ í góða veðrinu og fengum okkur morgunmat/hádegismat á Ingólfstorgi, slappa pizzusneið og gos.

Sunnudagurinn fór svo í sjálfboðavinnu fyrir skólann, það er nóg sem þarf að gera svona í skólalok.

Í dag var síðan síðasti kennsludagurinn þetta skólaárið. Ótrúlega skrýtin tilfinning þegar síðasta tímanum lauk. En ég þurfti þó ekki að kveðja krakkana strax, skólaslitin eru ekki fyrr en á miðvikudaginn.


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum