25. júlí 2004  #
Bókaflóðið

Þetta er allt að koma hérna hjá okkur á nýja heimilinu. Fórum í IKEA í dag til að kaupa bókahillu og fengum hjálp tengdapabba á stóra jeppanum við að koma henni heim. Ég þarf reyndar að fara aftur og kaupa aukahillu í hana en þá verður þetta líka orðið fínt fyrir eitthvað af bókunum okkar. Þegar við vinnum margar margar milljónir í lottóinu einhvern tímann þá kaupum við séríbúð fyrir allar bækurnar okkar en þangað til verðum við bara að þjappa í bókahillunum sem við eigum :)

Horfði óvart á endursýndan John Doe áðan. Fyrsta skipti sem ég sé þessa þætti og það voru heilmikil mistök. Ég sé það nefnilega að nú verð ég að fara að fylgjast með, þetta var nefnilega frekar spennandi. Einhver sem veit á hvaða dögum hann er sýndur á sómasamlegum tíma?


Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
29. júlí 2004 12:59:41
John Doe
Hann Anton Ingi segir að John Doe megi sjá á föstudögum kl.21.00 á Skjá einum og til hamingju með afmælisvikuna ... við sáum þig í Smáralindinni á mánudaginn en misstum af þér (",) better lökk next tæm ... Steinunn og AI
Þetta lagði Steinunn í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum