10. ágúst 2004  #
Hitabylgjudagur

Það er auðvelt að geta upp á umræðuefnum Íslendinga í dag. Hugsa að flestum hafi orðið tíðrætt um hitabylgjuna ógurlegu. Ég var fegin að þurfa ekki að mæta neins staðar í vinnu, heldur gat notið sólarinnar og hitans alveg í botn!

Klæddi mig í ermalausan bol og dreif mig í göngutúr rúmlega tíu. Gekk niður Arnarsmárann, gegnum undirgöng yfir að Fífunni, framhjá andatjörninni, gegnum undirgöng undir Hafnarfjarðar-/Reykjavíkurveginn og gekk svo meðfram strandlengjunni eftir endilöngu Kársnesinu yfir að smábátahöfninni. Þar sótti Jói mig því ég ætlaði að taka bílinn. Myndavélin var með í för og tók ég ansi margar myndir, af náttúru, skiltum og fleiru sem mér fannst koma vel út á mynd.

Ég skutlaði Jóa í vinnuna en tímdi ekki að sitja áfram í bílnum. Skildi hann því eftir á bílastæði við Þjóðarbókhlöðuna meðan ég fór smá hring í vesturbæ Reykjavíkur. Hélt áfram myndatökum þar og afraksturinn má sjá hér.

Fór heim og sótti sunddótið mitt og lokkaði Helgu Sigrúnu með mér í Árbæjarlaugina. Þar var pakkað af fólki og kannski engin furða í veðurblíðunni. Það jafnast ekkert á við að busla í vatni í svona heitu veðri. Eftir svamlið fórum við í Bakarameistarann í Húsgagnahöllinni og fengum okkur í svanginn enda báðar orðnar glorhungraðar.

Ég sótti Jóa í vinnuna um fimmleytið, við skruppum í smá útréttingar og svo í Árbæinn. Vorum svo heppin að lenda þar óafvitandi í grillveislu. Við Björk sátum úti í garðinum eftir matinn í lengri tíma og spjölluðum saman meðan Jói og Teddi horfðu á fótboltaleik innandyra.

Á leiðinni heim fórum við í Álfheimaísbúðina í Fákafeni og kældum okkur niður.

Afar góður dagur! :)


Leggja orð í belg
2 hafa lagt orð í belg
10. ágúst 2004 22:09:25
TAkk

Takk fyrir frábæran dag....lét loksins verða að því að kaupa sundbol :) Þetta verðum við að endurtaka aftur.
Kveðja frá hæðinni fyrir neðan þig ;)
Helga Sigrún
Þetta lagði Helga Sigrún í belginn
10. ágúst 2004 23:02:49
Mikið eru allar myndirnar þínar fínar. Ég er búin að vera með slides sýningu í allt kvöld. Fyrst myndir dagsins og síðan byrjaði ég að skoða myndirnar úr ferðalaginu með Jolöndu og Jeroen. Ég er reyndar ekki komin nema í Skaftafell en held áfram að skoða á morgun. Það er gaman að geta ferðast svona með í huganum Takk, takk.
Þetta lagði Mamma í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum