29. september 2004  #
Verkfallsverkir standa enn
Jæja, þá er að taka fram vasaklútinn - Bráðavaktin er byrjuð aftur :)

Hlíðaskóli sá um morgunkaffið í verkfallsmiðstöðinni í morgun. 70% kennara skólans mættu og mér leið eins og ég væri aftur stödd á gömlu, góðu, háværu, þröngu kennarastofunni okkar ;) Mikið verður gaman þegar þetta verkfall verður búið.
Smáraskóli tók við eldhúsvaktinni í hádeginu og ekki tóku síðri veitingar við þá. Nammi namm :) Greinilega mikið bakstursfólk sem vinnur í Hlíðunum og í Smárahverfinu ;)

Vonandi mæta nú sem flestir kennarar í Borgartúnið í fyrramálið. Mætum fyrir utan Karphúsið fyrir kl. níu og sýnum stuðning!

Sjúkraþjálfarinn minn gerði enn eina tilraun til að koma vinstri hönd minni í samt lag og setti þó nokkurn slatta af leiserbylgjum í gegnum hana. Vafði hana svo með einhverju voða fínu plásturslímbandi og nú er bara að bíða og sjá.

Frábær auglýsing frá Kennarasambandinu í Fréttablaðinu í morgun. Svona launaseðill er enginn uppspuni - og þó lágur sé, er hann meira að segja hærri heldur en hjá mörgum, m.a. mér...

Leggja orð í belg
3 hafa lagt orð í belg
30. september 2004 10:25:36
Vonandi
Sæl mín kæra,
vonandi fer þér nú að batna í hinni dularfullu hönd og vonandi fer þetta verkfall að leysast áður en við verðum öll þunglynd og þjáð (meira en vanalega!) Láttu þér batna er að fara á fund með kennurunum hér! Bless, Steinunn
Þetta lagði Steinunn í belginn
30. september 2004 12:41:35
Hæ hæ, Sigurrós mín. Ég sendi þér baráttukveðjur í verkfallinu, héðan frá Svíþjóð. Við fylgjumst spennt með framvindu þessa máls og vonum að þetta taki fljótt enda. Annars allt fínt af okkur að frétta, erum að flytja upp í Lund á morgun, allt því á hvolfi akkurat núna. Bið að heilsa, Elva.
Þetta lagði Elva í belginn
1. október 2004 20:02:11
Takk fyrir kveðjurnar :)
Þetta lagði Sigurrós í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum