30. september 2004  #
Harka, parka, inn skal arka
Það var mikill fjöldi kennara sem safnaðist saman fyrir utan Karphúsið í morgun til að styðja við bakið á samninganefndinni okkar fyrir fundinn kl. 9. Vonandi nægur fjöldi til að sýna launanefnd sveitarfélaganna að okkur er alvara. Um kl. 8:50 fengum við svo óvæntan liðsauka. Breiðfylking kennaranema undir fána Stúdentaráðsins kom fílefld inn á planið við Karphúsið og til að veita okkur stuðning. Það var stórkostleg sjón sem lét engan ósnortinn.
Myndir frá morgninum eru á kennarar.is.

Eftir ræður Ólafs Loftssonar og Eiríks Jónssonar örkuðum við niður í bæ og fjölmenntum fyrir framan ráðhúsið til að afhenda borgarstjóra yfirlýsingu. Hann reyndist ekki vera á landinu. Formaður fræðsluráðs var heldur ekki á staðnum. Hann var ekki á landinu.
Frá ráðhúsinu hélt gangan áfram og nú var haldið að menntamálaráðuneytinu til að afhenda menntamálaráðherra yfirlýsingu. Við urðum auðvitað mjög hissa að heyra að hann var ekki á landinu. Þá var planið að afhenda ráðuneytisstjóra yfirlýsinguna. En viti mann, hann var ekki á landinu heldur. Merkilegt að þetta fólk sem vissulega ber ábyrgð þegar kemur að menntamálum í landinu skuli vera erlendis meðan ástandið er eins og það er...

Að lokum gengum við aftur yfir í Borgartúnið og fórum í verkfallsmiðstöðina. Engar fréttir bárust hins vegar yfir götuna úr Karphúsinu því enn var fundað. Vonandi veit það á gott að fundurinn skuli hafa staðið yfir frá kl. 9 til 16:30 í dag... vona það alla vega.


Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
30. september 2004 20:13:40
Hvernig væri að þessir aðilar leituðu sér bara að vinnu í útlöndum og væru ekkert að hafa fyrir því að koma aftur heim fyrst þeir hafa ekki meiri áhuga á innanlandsmálum en þetta.
Þetta þætti líklega léleg viðvera hjá kennurum !!!
Þetta lagði Mamma í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum