19. september 2005  #
Sunnudagurinn
Leit við á Kaffi Roma í gær til að heilsa upp á Unnstein og gæða mér á hinum yndislegu veitingum sem þarna er að fá. Fékk mér hálft grillað panini með kjúklingaskinku, grænmeti, osti og sinnepssósu og í eftirrétt fékk ég mér hið sígilda snickers-stykki (eins konar kaka, ekki bara súkkulaðið!) og sviss mokka með leyniviðbót ;) Mmmm, ótrúlega gott!

Hélt svo áfram í frændsystkinahittingum en við Jói skelltum okkur á Kalla og sælgætisverksmiðjuna ásamt Heiði, Bjarka og Angelo (nýja frændanum okkar).

Fyrri hluta myndarinnar sat ég með gleðitár í augunum og kökk í hálsinum yfir því hve stórkostleg myndin er. Ég er einlægur aðdáandi Roalds Dahl, og þá sérstaklega þessarar bókar, og er mjög ánægð með þessa kvikmyndaútgáfu af henni. Eftir hlé var ég nú aðeins búin að jafna mig og það var líka um það leyti sem hallaði oggu pínu pons undir fæti. Það truflaði mig pínulítið að kvikmyndin skuli bæta inn einhverri aukasögu um barnæsku Villa Wonka, en það var ekki einn stafur um neitt slíkt í bókinni. Mér fannst það skemma pínulítið fyrir. Þrátt fyrir það finnst mér myndin frábær og ætla mér að kaupa hana á DVD um leið og hún kemur út. Húrra fyrir Tim Burton! :)

Meðan auglýsingarnar rúlluðu, áður en myndin byrjaði, gerði ég mér grein fyrir að framundan eru heilmikil kvikmyndahúsaútgjöld hjá mér. Þvílík veisla sem framundan er! Það eru a.m.k. fimm myndir væntanlegar sem mér leist virkilega vel á. Fyrst má nefna "Ljónið, nornina og skápinn". Þær bækur voru líka meðal minna uppáhaldsbóka þegar ég var yngri, líkt og Kalli í sælgætisverksmiðjunni, og ég hlakka mikið til að sjá hvernig þær taka sig út á hvíta tjaldinu. Ég vona bara (ef myndin verður góð) að þeir kvikmyndi alla seríuna og þá bíð ég sérstaklega spennt eftir Siglingu Dagfara, sem mér fannst alltaf langskemmtilegust.

Önnur ævintýramynd sem var auglýst er "Five children and it". Mig rámar í að hafa einhvern tímann séð brot af gömlu þáttunum og þetta lítur út fyrir að vera ágætis skemmtun fyrir börn og barnalegt fólk eins og mig :)

Fyrir þó nokkru síðan sendi Jói mér auglýsinguna fyrir "Valiant" og ég er viss um að það er hægt að fá harðsperrur í magann af hlátri við það að horfa á hana. Hún virðist alla vega lofa góðu.

Jói sendi mér líka auglýsingu fyrir "The Corpse Bride" sem ég efast ekki um að sé frábær. Hún er alla vega greinilega sama augnakonfektið og "Nightmare Before Christmas" sem ég elska elska elska og hlakka mikið til að horfa á einu sinni enn í desember næstkomandi.

Sú mynd sem ég hlakka mest til og mun telja dagana þar til kemur (btw það eru 67 dagar þar til hún kemur...) er að sjálfsögðu "Harry Potter 4 - The Goblet of Fire". Ég sat stjörf og fékk gæsahúð við það eitt að horfa á auglýsinguna á bíótjaldinu. Það lá við að ég færi að hágráta af einskærri lotningu. Jú, þið sem ekki vissuð það nú þegar þið vitið það þá núna - ég er einlægur Harry Potter aðdáandi. Megi J.K.Rowling lengi lifa og lengi skrifa og megi vera gerð stytta henni til heiðurs!


Leggja orð í belg
7 hafa lagt orð í belg
19. september 2005 16:14:14
..
takk fyrir síðast..:)

vá ég var líka með geðveikt skrítna tilfinningu þegar harry potter trailerinn var..sjiii...hef aldrei verið svona spennt fyrir hp mynd áður en þessi virðist geðveik :)
Þetta lagði heiður í belginn
19. september 2005 22:07:49
Sigurrós mín...ég verð víst að hryggja þig með því að þú ást síðasta Snickersstykkið á Café Roma. Munu þau ekki eiga afturkvæmt þar sem þú ert u.þ.b eina manneskjan sem virðist fíla þau :( Get samt glatt þig með því að þau fást ennþá í Bakaríinu Kornið ;)
Þetta lagði Halla í belginn
19. september 2005 22:15:32
Gott að þú hefur nóg að horfa á....þá saknarðu ekki myndanna sem ég er enn með í láni hjá þér! Ég passa þær vel!!!
Þetta lagði Rakel í belginn
20. september 2005 11:27:46
Hvenær kemur myndskreytt barnabók?
Þú þarft að nota þessar myndir og hæfileikann til að skrifa. Þetta er svona nánast skipun. Svo þarft þú að setja "Link" á síðuna þína fyrir neðan myndaalbúmið svo það sé einfalt hvenær sem er, að skoða teikningarnar. Þetta er hinsvegar bra beiðni.
Þetta lagði Mamma í belginn
20. september 2005 22:14:46
Klukk!
Þú hefur verið klukkuð! ;)
Þetta lagði Anna Sigga í belginn
21. september 2005 22:34:00
bíóhaust
ég er alveg sammála um að það verður brjálað að gera í bíóunum í haust... en þú gleymdir að við verðum líka að sjá pride og pred með keiru knightly... algjört möst held ég.
Þetta lagði jóhanna í belginn
21. september 2005 23:10:33
Jú vissulega þurfum við að fara á hana! Það er sko engin spurning! Myndirnar sem ég taldi upp hér eru hins vegar bara þær sem voru auglýstar á undan myndinni á sunnudaginn. Það er það sem er svo magnað! Að eitt auglýsinga"session" hafi innihaldið svona rosalega margar góðar myndir og þá eru þær ekki upptaldar allar hinar frábæru myndirnar sem eru að koma en voru einfaldlega ekki auglýstar þarna á sunnudaginn. Já, það eru góðir tímar í vændum :)
Þetta lagði Sigurrós í belginn


Teikningarnar mínar
Ég er búin að skella eitthvað af teikningunum mínum inn á myndaalbúmið. Þetta er samt ekki nema brot og ég á eftir að skanna fullt meira inn.
Þegar síðan mín verður búin að ganga í gegnum massívar útlitsbreytingar þá verður sérkafli þar með teikningunum, en þangað til ætla ég að leyfa ykkur að skoða þær á myndaalbúminu :)

The image “http://sigurros.betra.is/img/blogg/bollamynd1.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

Leggja orð í belg
2 hafa lagt orð í belg
19. september 2005 22:18:52
Þú ert nú pínulítill snilli þó þú viljir ekki viðurkenna það!
Þetta lagði Rakel í belginn
20. september 2005 10:54:09
Vá,,, ég hef svosem alltaf vitað það,,, en þú ert snillingur Sigurrós! Ekkert smá flottar myndir...
Þetta lagði Theó í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum