20. september 2005  #
Í heimsókn til Múmínálfanna
Jæja, nú styttist í Finnlandsferðina. Það er svo stutt síðan ég ákvað að fara með samstarfsfólki mínu í þessa skólaskoðunarferð að ég er eiginlega ekki enn búin að átta mig almennilega á því að ég sé að fara. Er eiginlega mest hrædd um að gleyma þessu. Að ég mæti í skólann föstudaginn 30. september til að kenna og verði svo steinhissa að mæta öllum hinum með ferðatösku.

Það er svolítið spennandi að vera á leiðinni til Finnlands - þetta er land sem ég myndi líklega varla ákveða upp á mitt einsdæmi að heimsækja (þó maður viti nú auðvitað aldrei).

Svo komst ég að því mér til mikillar gleði að ég var ekki eina barnalega manneskjan meðal starfsfólksins. Mig langar nefnilega mest af öllu að fara í Múmíndalinn og heilsa upp á Múmínsnáðann, Míu litlu, Snúð o.fl. Það voru sem sagt heilmargir sem vildu koma með mér, þó leiðin væri löng. Nú erum við hins vegar búnar að komast að því að garðurinn virðist því miður vera búinn að loka fyrir veturinn :( Snökt snökt.

Við ætlum hins vegar í staðinn að kanna nánar hvort við getum ekki a.m.k. komist á Múmínsafnið. Það er eiginlega ekki hægt að fara til Finnlands og heilsa ekki upp á Múmínálfana!

The image “http://sigurros.betra.is/img/blogg/mumindalen2.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum