2. janúar 2006  #
Ljónið, nornin, skápurinn og hamborgarhryggurinn

Tengdapabbi bauð okkur í hamborgarhrygg í kvöld. Við þáðum það auðvitað með þökkum og fengum ljúffengan mat og skemmtilega kvöldstund með Trivial Pursuit. Tengdapabbi spilaði Trivial í fyrsta skipti um daginn og féll svo gjörsamlega fyrir þessu skemmtilega spili að hann dreif sig út og keypti afmælisútgáfuna og vígðum við hana í kvöld. Ég veit að það kemur rosalega á óvart, en Jói vann! ;) Ég hélt reyndar á tímabili að mér myndi takast að vinna hann, þegar við vorum bæði komin með 5 kökusneiðar af 6... en allt kom fyrir ekki. Ég fer að skilja af hverju hann fékk aldrei að vera með hér á árum áður... ;)

Eftir matarboðið fórum við í Álfabakkann til að sjá Ljónið, nornina og skápinn. Meðan við biðum í röðinni að miðasölunni sáum við að myndin var í B-sal. En okkur minnti að hann væri allt í lagi svo að keyptum miða og fórum niður. Við sátum hins vegar ekki nema svona 10 sekúndur í bíósætunum áður en við fórum aftur í miðasöluna til að fá endurgreitt. Hvernig gátum við gleymt því hvað B-salurinn er ömurlegur? Pínulítið tjald og salurinn sjálfur flatur og asnalegur í laginu. Við gátum breytt miðunum yfir í sýningu kl. 10:45 í Háskólabíói svo við gátum meira að segja farið heim á milli.

Sáum sko ekki eftir því. Og þó hún hafi verið í sal 3 í Háskólabíó (sem reyndar er nr. 4) þá er það miklu flottari salur. Reyndar voru bíóauglýsingar á undan sem og fyrstu mínúturnar af myndinni ekki í fókus. Hef einmitt lent í því oftar en einu sinni í þessum sal að það vanti hljóðið, en samt fínasti salur þegar allt kemst í lag :)

Ég skil reyndar ekki hvað myndir eru fljótar að lenda í litlum sölum. Þessi mynd var t.d. frumsýnd fyrir 6 dögum - er eðlilegt að hún sé strax komin í litla sali?

En að öllu því blaðri slepptu - þá fannst mér myndin alveg stórkostleg. Ég var stöðugt með gæsahúð, ýmist af hrifningu eða spennu. Tvisvar sinnum létu úlfarnir mér dauðbregða, þrátt fyrir að í annað skiptið mundi ég meira að segja af lestri bókarinnar að úlfurinn yrði þar sem hann var. En eins og minn elskulegi eiginmaður getur vitnað um, þá bregður mér mjög auðveldlega ;)


Leggja orð í belg
3 hafa lagt orð í belg
2. janúar 2006 08:04:11
Til hamingju
Til hamingju með nýja vefinn Sigurrós, mér finnst hann mjög flottur og ekki er verra að geta ráðið litnum sjálfur. Ég er reyndar mjög sátt við litinn sem er á honum en væri ekki eins hrifin ef hann væri bleikur! Ég var alveg alsæl yfir því að þið gátuð kíkt til okkar á nýársnótt, það er svo gaman að geta aðeins fengið að sjá alla synina og tengdadótturina á svona dögum og tímamótum. Takk fyrir okkur.
Þetta lagði Björk í belginn
4. janúar 2006 09:02:19
Villtur?
Hér hefur orðið aldeilis orðið breyting á. afi hélt að hann hefði villst. Þetta er glæsilegt hjá þér. Til hamingju með nýja útlitið.
Þetta lagði afi í belginn
5. janúar 2006 11:10:47
Til hamingju með nýja útlitið. Aldeilis flott:)
Þetta lagði Sigrún í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum