29. október 2006  #
Halloween og nýjustu fréttir...

Imba og Eric héldu sitt árlega Halloween-partý í gær. Það var svo ofboðslega gaman í partýinu þeirra í fyrra að ég er búin að spennt í heilt ár eftir að komast aftur. Partýið í ár var sko ekki síðra þó ég hafi reyndar verið í aðeins meiri erfiðleikum núna með að velja mér búning. Því þó ég eigi alls kyns undarleg föt niðri í geymslu sem nota má í alls kyns grímubúninga, þá passaði ég eiginlega ekki í neina þeirra þetta árið. Ég er nefnilega búin að bæta á mig nokkrum kílóum í kringum mittið. Samt ekkert til að hafa áhyggjur af, það tilheyrir nefnilega að gildna um miðjuna þegar maður á von á barni.

Ég er komin tæpa 5 mánuði á leið og því kannski kominn tími til að færa lesendum mínum fréttirnar - þ.e.a.s. ef ég á ennþá einhverja lesendur, ég hef ekki verið það dugleg að blogga undanfarið... :( Við erum búin að fara í 20 vikna sónarinn og það leit allt vel út, erfinginn virðist vera með allt sem til þarf, allt frá fingrum og yfir í fjörugt hjarta. Hann/hún hefur svo næstu 4 mánuði til að stækka og samkvæmt mælingum þá má eiga von á honum/henni í kringum 14. mars.

Mamma og Stefa verða líklega ánægðar með þetta, þær eru víst alltaf að kíkja á bloggið mitt og gá hvort ég sé búin að kjafta frá ;) Nú skal ég líka reyna að taka mig á og vera duglegri að blogga :) 

En sem sagt, það var pínu snúnara núna í ár að finna góðan grímubúning. Ég endaði á því að kaupa mér ljósa hárkollu og kórónu og útbjó hvítan borða sem á stóð "Miss Virginity (oops...)" og Jói fékk lánaðan landhelgisgæslubúning hjá Daða bróður sínum og var því sjóliðinn sem barnaði Ungfrú Hreinu Mey. Svo vorum við varla mætt í partýið þegar Jói fékk hugmynd að búningi næsta árs (sem er leyndó að sjálfsögðu! ;) ) svo að við getum strax byrjað að sauma - Imba, þú verður að halda áfram að bjóða okkur, þessi Halloween-partý ykkar eru með þeim skemmtilegustu sem ég fer í!!

 


Leggja orð í belg
6 hafa lagt orð í belg
29. október 2006 23:14:15
Til hamingju!
Hæhæ! Var ekki búin að kíkja á bloggið þitt í lengri tíma og datt svo inn núna og þá eru bara glóðvolgar fréttir :) Til hamingju með tilvonandi erfingja. Og já þið takið ykkur vel út í búningunum :)
Þetta lagði Eygló í belginn
30. október 2006 10:16:51
Loksins loksins :D :D :D

Til hamingju enn og aftur - já og snilldar grímubúningar. Við Rúnar fengum tvö boð í grímubúningapartý í haust en annað þeirra var fellt niður og hitt var á tíma sem við komumst ekki ....svo ég hef enn ekki fengið tækifæri í svona fjörugheit...

Takk annars fyrir frábært föstudagskvöld og gærkvöldið - gaman að hittast svona oft!!!

Kveðja,
Stefa
Þetta lagði Stefa í belginn
30. október 2006 11:42:29
Til hamingju aftur!
Það væri nú gaman að fá lítinn frænda til að bralla með;)

kv. Ingunn og "Bogi"
Þetta lagði Ingunn í belginn
30. október 2006 23:02:28
Mikið að þú lætur heyra frá þér...er meira að segja farin að skrifa nánustu ættingjum þínum línu við og við!
Ég er svo heppin að fá að fylgjast með kúlubúanum hreiðra betur um sig með degi hverjum!!! Alltaf jafn gaman!
Þetta lagði Rakel í belginn
30. október 2006 23:48:57
Rakel mín, nú skal ég vera dugleg að blogga! Var einmitt dauðhrædd um að ég væri kannski búin að missa alla lesendur ;)
Þetta lagði Sigurrós í belginn
31. október 2006 08:37:25
Vííí... já ég fagna því líka að þú sért farin að blogga pínulítið. Þar sem ég get ekki fylgst með bumbunni á hverjum degi þá er nauðsynlegt að fá að fylgjast með hérna:) Frábærir búningar hjá ykkur hjónum. Það fer þér svo vel að vera með svona kúlu Sigurrós mín:) kveðja Helga
Þetta lagði Helga Steinþ.. í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum