21. desember 2006  #
Allir fá þá eitthvað fallegt

Fyrsti í jólafríi í dag og nóg að gera. Ég hef ekkert verið að stressa mig á jólagjöfunum fram að þessu, enda hef ég engan veginn nennt að þvælast í Kringluna eða Smáralind eftir vinnu á sama tíma og allir Íslendingar. Þannig að ég ákvað að græja þetta bara þegar ég kæmist í frí - og það var í dag :)

Ég skutlaði Jóa í vinnuna kl. 10 og fór svo inn í Kringlu. Rölti um þar og safnaði gjöfum í poka fram yfir hádegi. Þrátt fyrir veður lá leiðin næst niður í miðbæ, því þar þurfti ég að nálgast nokkra hluti sem ég gat ekki fengið annars staðar. Stoppaði reyndar mjög stutt á Laugaveginum og hélt satt að segja að ég yrði úti í haglélinu sem þrumaðist af himnum ofan í þann mund sem ég var á leiðinni aftur að bílnum. Að lokum var það svo Smáralindin en þegar ég kom þaðan út var kl. orðin hálfsex og kominn tími til að sækja Jóa aftur í vinnuna.

Sem sagt, tæplega 8 klukkustunda búðarrölt, en nú er ég líka búin að redda næstum öllum gjöfunum - aðeins tvær eftir.

Hins vegar verð ég alveg að viðurkenna að þetta er að sjálfsögðu algjörlega óviðunandi hegðun fyrir ólétta konu... :( Ég var orðin afskaplega þreytt í bakinu og fótunum þegar ég kom heim og sá því miður ekki fram á að hafa orku til að mæta í stúdentsveislu Heiðar frænku. Svo að ég hringdi og lét vita að ég myndi skrópa, vonandi fyrirgefur Heiður mér það :(

En ég næ nú að hitta alla fjölskylduna á laugardaginn í skötu- og afmælisboðinu. Amma á nefnilega afmæli á Þorláksmessu og þá kemur fjölskyldan alltaf saman og borðar skötu... og saltfisk - við erum nefnilega ekki öll svo dugleg að borða skötuna ;)


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum