4. apríl 2006  #
Lífið - Trylltur dans

Menningarlífið blómstrar þessa dagana. Dreif mig aftur á leiksýningu í kvöld en nú fór ég ásamt Helgu og Rakel að sjá "Lífið - Trylltur dans" á fjölum Hlíðaskóla. Unglingarnir fóru á kostum í ótrúlega metnaðarfullri sýningu. Virkilega flott hjá þeim!

Það eina sem truflaði var að salurinn var gjörsamlega orðinn súrefnislaus löngu áður en kom að hléi. Við Rakel náðum að halda í okkur lífi með því að blaka leikskránum framan í okkur. Hugsa að það hefði verið hægt að raka inn svimandi háum fjárhæðum með því að selja blævængi eða litlar rafhlöðuknúnar viftur í hléinu...

Fyrir þá sem hafa gaman af góðum söng, flottum dönsum, hafa skopskynið í lagi eða vilja kynnast hörðum heimi út frá sjónarhóli unglinga, þá eru enn tvær sýningar eftir - ein á laugardaginn kl. 16:00 og síðan viðbótarsýning sem ég veit því miður ekki hvenær er. Kostar bara 1.000 kr.


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum