21. febrúar 2007  #
Lífið þessa dagana

Eins og Rakel segir í kommenti hérna á síðunni, þá er eiginlega kominn tími til að ég bloggi smávegis um lífið án hennar og allra hinna í Hlíðaskóla ;) Ég byrjaði í veikinda-/fæðingarorlofi að loknum vinnudegi þann 12. febrúar síðastliðinn. Við krakkarnir vorum með smá hátíð til að gera kveðjustundina sem ánægjulegasta, fórum í leiki og borðuðum köku. Þau leystu mig út með þvílíkt glæsilegum gjöfum svo að ég fór klifuð heim. En það var erfitt að kveðja, enda erum við búin að verja þó nokkrum stundum saman frá því ég byrjaði að kenna þeim haustið 2003.

Og þar sem ég er nú að tala um englana mína og af því það er alltaf svo gaman að monta sig af sínum, þá er tilvalið að skjóta hér inn smá tilkynningum úr Fréttablaðinu. Þar birtust með viku millibili myndir af bekknum mínum og af kórnum okkar Siggu. Eins og þið sjáið þá er þetta glæsilegt ungt fólk sem maður er með á sínum snærum :)

4. SJO keppir fyrir umhverfið

Hlíðaskólakórinn

 

 

 

 

 

 

Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri.

 

 

 

Daginn eftir sótti mamma mig og við fórum austur á Selfoss þar sem ég var fram á föstudag. Við höfðum það rólegt og huggulegt, þó mamma hafi nú reyndar verið svo óheppin að verða lasin daginn eftir. Við fórum ásamt Guðbjörgu í gegnum barnaföt frá því systrabörnin mín voru lítil og þarna voru meðal annars föt frá því við systur vorum sjálfar litlar! :) Við flokkuðum úr það sem ég sé fram á að geta notað svo að litla prinsessan ætti að geta farið í einhver föt þegar hún mætir.

Fjör helgarinnar var ég búin að blogga um en sósíal-lífið heldur áfram í þessari viku með saumaklúbbum, videokvöldum og innflutningspartýum. Sé til hvað orkan leyfir mér að mæta í. Annars er ég nú að mestu að taka hlutunum rólega núna, enda ekkert vit í öðru. Er aðeins að reyna að snurfusa hérna á heimilinu og klára nokkrar útréttingar og sit með tærnar upp í loft þess á milli ;)

Og þannig er nú lífið þessa dagana :)


Leggja orð í belg
3 hafa lagt orð í belg
21. febrúar 2007 16:33:40
Hvíldu þig sem allra mest!
Njóttu tímans framundan og gerðu bara það sem þig langar til að gera. Farðu vel með þig!
Þetta lagði Anna Sigríður Hjaltad. í belginn
21. febrúar 2007 18:47:05
Gott að þú tekur því rólega...svona inni á milli!
Þú hefðir annars notið þín í skólanum í dag - margir mættu í búningum og tóku þátt í sprelli. Reyndar kláraði einn hópurinn Tölvutökin sín í dag, en það er önnur saga!!........
Allavega söknum við Magga þín svaaaakalega mikið ;(
Þetta lagði Rakel í belginn
21. febrúar 2007 20:21:12
já það er víst eins gott að hvíla sig fyrir átökin :) Ég á einmitt 2 daga eftir í vinnunni og hlakka mikið til að fara að liggja með tærnar upp í loftið... svona inn á milli alla vega :) Hlakka annars til að sjá bumbuna á föstud :)
Þetta lagði margrét arna í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum