22. febrúar 2007  #
Farin að hlakka til... :)

Ég náði varla að kveðja vinnufélagana þegar ég rauk út úr skólanum að lokinni kóræfingu þann 12. því við Jói þurftum að drífa okkur á foreldranámskeiðið hjá Heilsugæslunni. Núna erum við búin að fara þrisvar og eigum eitt skipti eftir. Mér finnst frábært að komast á svona námskeið og finnst ég mun upplýstari og klárari en áður. Sérstaklega fannst mér gott að fá alla fræðsluna um það sem tengist fæðingunni og ekki síður gott að komast í heimsókn á fæðingardeildina. Okkur leist nú betur á Hreiðrið en fæðingarganginn og ætlum að reyna að komast þangað inn.

Meðal þess sem nemendur mínir færðu mér að skilnaði var bókin "Konur með einn í útvíkkun fá enga samúð". (Hef lúmskan grun um að foreldrarnir hafi séð um valið ;)) Ég fékk athugasemdir um að kannski væri nú bara betra að lesa hana eftir fæðingu, en ég gleypti hana sko í mig og fannst hún frábær! Læt ekkert hræða mig þó aðrar konur hafi þurft að eiga börnin sín á bílastæðum eða lent í öðrum hremmingum í fæðingu, það þýðir ekki að ég lendi endilega í því sama. Nú, og ef ég lendi í því að eiga barnið í bílnum á leiðinni á deildina eða hérna úti á bílaplani þá bara er ég betur undirbúin og veit hvernig á að bregðast við ;)

Ég er ekki frá því að ég sé bara farin að hlakka til að sitja másandi og blásandi á Landspítalanum að tækla sársaukann með hláturgasið í annarri og lavenderspreyið í hinni... ;) Ég þori ekki að lofa því að reynast sönn íslensk víkingakona þegar að þessu kemur, en það hlýtur að vera gott að vera jákvæður fyrirfram :)


Leggja orð í belg
5 hafa lagt orð í belg
22. febrúar 2007 16:12:15
heyr heyr... gæti ekki verið meira sammála... svo er aldrei að vita nema við getum másið og blásið í kór :)
Þetta lagði margrét arna í belginn
22. febrúar 2007 16:54:21
Jákvæðni getur aldrei verið nema af því góða. Hitt er alltaf hægt að takast á við EF þörf krefur.
Þetta lagði Ragna í belginn
22. febrúar 2007 18:03:08
Það væri nú ekki amalegt, Arna mín, ef við másum þarna saman ;)
Þetta lagði Sigurrós í belginn
22. febrúar 2007 23:19:22
Muniði bara að beygja ykkur niður í bílnum á bílastæðinu!!! Lúkkið er nú fyrir öllu!!!
En eftir á að hyggja þá held ég að maður hugsi aldrei alveg rökrétt þegar maður er kominn í aðstæðurnar.
Þetta lagði Rakel í belginn
25. febrúar 2007 20:55:21
Mér fannst þessi bók líka alveg yndisleg! Frábærar frásagnir og hverri konu hollt að fræðast um reynslu annarra.

Ég þarf svo að fá að sjá þig a.m.k. einu sinni áður en þú leggur í ferðina upp á deild - fer að styttast í það mín kæra :o)

*Knús*
Þín Stefa
Þetta lagði Stefa í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum