11. janúar 2002  #
Vetrarbústaðarferð - föstudagurinn
Lagt var af stað í hina langþráðu vetrarbústaðarferð í dag. Lena, Theó, Elva og Halla komu og sóttu mig um hálfátta en Hófí, Assi og Sigurjón voru á öðrum bíl. Báðir bílarnir voru vel troðnir enda farangurinn heldur mikill. Farangurinn var m.a.s. svo mikill að farþegar þurftu að fara út að ýta þegar farið var upp brekkuna upp í sumarbústaðarhverfið...en við vinkonurnar erum svo hörkuduglegar að við fórum létt með að skúbba bílnum upp brekkuna svo þetta var í góðu lagi.
Við vorum seint á ferðinni og stoppuðum á Selfossi til að fá okkur í svanginn. Það var því svartamyrkur mestalla leiðina (þrátt fyrir aðventuljósin í bílnum hennar Lenu). Sem betur fer ók Lena varlega og við komumst örugglega í bústaðinn. Því miður voru ekki allir jafnheppnir þetta kvöld. Í Kömbunum keyrðum við fram hjá bílum sem höfðu lent í slysi. Okkur var mjög brugðið og pössuðum okkur enn betur eftir þetta.
Við komuna í bústaðinn þreif Theó ísskápinn, Sigurjón lét renna í pottinn og við komum farangrinum fyrir. Að því loknu settum við nóg af nammi í skálar og spiluðum Gettu Betur og Theó var dómarinn. Við hin skiptum okkur í tvö lið, Elva, Assi og Sigurjón í öðru og síðan Lena, Hófí, Halla og ég í hinu. Fyrra liðið vann glæstan sigur og við hinar rétt náðum að hanga í skottinu á þeim með því að fá stig fyrir glæsileg skemmtiatriði.
Um 4-leytið skriðum við loks inn í rúm/í koju/á dýnu og flestir voru sofnaðir um 5- til 6-leytið.

Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum