29. janúar 2002  #
Fullur bíll af strútum!
Margt er það sem kennurum KHÍ dettur í hug að láta okkur gera og misgáfulegt er það nú. Verkefni dagsins í dag var samt alveg frábært og við skemmtum okkur allar konunglega. Við vorum nefnilega að segja reynslusögur í dag. Sögurnar sem komu voru allar gamansögur og tókst flytjendunum vel ætlunarverk sín, þ.e. að fá áheyrendur til að hlæja. Sigga Vaka kom með skemmtilega sögu af því þegar hún og frænka hennar stálu hrossi þegar þær voru 6 ára, Steinunn fékk okkur allar til að springa úr hlátri með afar vandræðalegri sögu af djamminu en ég held að Birna hafi samt slegið mest í gegn. Hún sagði okkur söguna af því þegar hún fór í "Drive-Through" dýragarð í Texas (svona sem maður keyrir í gegnum sjálfur) og vinkona hennar var næstum búin að hleypa öllum dýrunum inn í bílinn til sín. Birna sýndi mikil tilþrif í frásögninni og við gátum allar séð það fyrir okkur þegar strútarnir höfðu stungið hausnum inn í bílinn til að ná í matarpoka frá skelfingu lostnum börnum í aftursætinu. Frábær saga. :)

Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum