16. desember 2002  #
Mánudagur til mennta

Í dag heimsótti ég Guðbjörgu í skólann og gerðist aðstoðarkona í jólaföndri. Ég get ekki beðið eftir að útskrifast og fara að kenna, mér finnst svo gaman að vera með krökkum í skóla :)

Við Guðbjörg stungum svo af úr skólanum þegar honum lauk og gerðum ásamt móður okkur innrás í bústaðinn hjá Eddu og Jonna. Þau búa þar núna meðan þau bíða eftir að geta flutt inn í hinn endann á raðhúsinu þar sem mamma býr. Mér finnst svo sniðugt að þær systurnar séu að fara að búa í sama húsi.

Guðbjörg bauð mér í kvöldmat og horfðum við systurnar svo saman á Survivor. Ég er orðin svo spennt að vita hver vinnur keppnina núna og finnst mér hálffúlt að þurfa að bíða fram á 30. desember með að sjá lokaþáttinn og fá ekki neinn þátt næsta mánudag!


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum