24. febrúar 2002  #
Smásagnasafn Steingríms Njálssonar
Aðalbókin í næsta jólabókaflóði verður örugglega smásagnasafn Steingríms Njálssonar. Ég er núna að horfa á "Sönn íslensk sakamál" á Ríkissjónvarpinu og ég á bara ekki orð yfir delluna sem veltur upp úr þessum manni. Hann er svo hraðlyginn og duglegur að skálda að hann hlýtur að hafa mikla hæfileika til að skrifa bók. Hvað er eiginlega að???

Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


Kodak moment
Drabble-teiknmyndasagan á comics.com í dag er tileinkuð ljósmyndafríkum og ég er einmitt ein af þeim. Ég eyði gífurlegum fjármunum í framkallanir enda fer ég ekki á mannamót eða sérstaka viðburði án myndavélarinnar minnar. En minningarnar mínar eru þá líka geymdar á góðum stað í myndum, enda lítið hægt að stóla á þennan blessaða heila til að geyma nokkurn skapaðan hlut! Á morgun þyrfti ég endilega að fara með tvær filmur í framköllun, það er næstum því kominn mánuður síðan ég tók myndir á aðra þeirra, hún má ekki bíða mikið lengur... ;)

Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum