2. mars 2002  #
Nælonsokkabolir og marmelaðiklessur

Við Guðbjörg skruppum í Smáralindina í dag að skoða föt. Sem betur fer fyrir fjárhag minn sá ég ekkert sem mér fannst fallegt enda tískan ekki að mínu skapi þessar vikurnar. Ég bíð spennt eftir að aðrir litir en brúnir komist aftur í tísku og ekki get ég sagt að ég sé hrifin af bolum sem líta út fyrir að hafa verið framleiddir úr gömlum nælonsokkabuxum.
Í Vetrargarði Smáralindar sýndu meistarakokkar svo snilli sína en þar var í gangi matreiðslukeppni Iceland Naturally. Kokkarnir voru að elda forrétt þegar við komum að en þar sem við vorum ansi svangar þá öfunduðum við dómnefndina pínu. Samt langaði okkur lítið í einn forréttinn sem við sáum en hann samanstóð af einhvers konar frauði á kexi og umhverfis kexið voru fjórar marmelaðiklessur.


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum