15. janúar 2003  #
Skósólar með rauðvínssósu og sveppum

Fljótlega eftir að við fluttum komst ég að því mér til mikillar ánægju að nautakjöt frá Bónus er ekki lengur unnið úr gömlum skósólum í Sorpu. Öll þau nautasnitsel sem ég hef keypt hjá þeim hafa runnið mjúklega niður og bragðast mjög vel. Við töldum því óhætt að kaupa pakka af nautasnitsel í Europris. Það er skemmst frá því að segja að ég hef varla fengið jafnvondan mat síðan í Frakklandi þegar Sarah bauð upp á kjötbúðinginn sem bragðaðist eins og kattamatur. Ég gat borðað svona þrjá munnbita af ólseigum nautakjötssneiðunum, tíu munnbita reyndi ég að pína í mig en gafst upp með á miðri leið. Til að deyja ekki úr hungri var ég að hugsa um að steikja gamalt leðurbelti úr geymslunni en fann sem betur fer litla dós af hvítum ORA-fiskibollum úr dós sem ég gat borðað með tómatsósu af bestu lyst.

Ástmögur minn og unnusti ætlar að taka árið með trompi og ég efast stórlega um að ég fái eitthvað að hitta hann fyrr en að ári loknu. Alla vega sé ég ekki hvar ég passa inn í stíft prógramið. Það er kannski alveg eins gott því ég þarf virkilega að halda mér við efnið þessa önn ef ég ætla að klára lokaverkefnið og standa mig í öðrum fögum líka.


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


Skólinn minn er skrýtin skepna

Í skólanum í skólanum
er skemmtilegt að vera
einkum þegar kennararnir
vita hvað skal gera.

Já, skólinn er byrjaður og guði sé lof og dýrð fyrir það. Þá læt ég kannski af ljótum ósiðum eins og að fara seint að sofa og vakna seint. Einnig bind ég miklar vonir við að umgengi við aðra kennaranema og sífelld umræða um lokaverkefni gefi mér pínu spark í rassinn svo ég komist nú á almennilegt skrið með mitt verkefni.
Tvö námskeið hófu göngu sína í dag, annars vegar Íslenska og listir á yngri barna kjörsviðinu og hins vegar Skapandi skólastarf með áherslu á leikrænar aðferðir. Það síðara lofar mjög góðu en ég veit ekki alveg hvað mér finnst um það fyrra. Alla vega er það ekki til að kveikja tilhlökkun mína gagnvart námskeiði þegar byrjað er á því að eyða þremur kennslustundum í að rífast fram og aftur um það hvernig námskeiðið ætti helst að vera skipulagt.


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum