9. febrúar 2003  #
Bakkelsi og svekkelsi

Fyrsta æfing fyrir lokaatriði árshátíðarinnar var haldin í Hafnarfirði í dag. Mikið væri nú ljúft ef það væri hægt að gera öll atriðin fullkomin til sýningar án þess að maður þurfi að mæta á æfingar, ég veit alltaf um fullt annað sem ég myndi vilja gera annað. En það eru nú bara tæpar tvær vikur í árshátíðina svo þetta er nú ekki mjög alvarlegt vandamál.

Gerði svolítið í dag sem ég geri ekki oft, ef yfirleitt nokkurn tímann! Fór í kaffitímanum í bakarí til að kaupa eitthvað gott handa okkur Jóa. Bakaríið í Austurveri varð fyrir valinu en þar fylgdist ég með afgreiðslustúlkum kýta og hálfhvæsa hvor á aðra og fór síðan út með einn vesælan snúð því það sem ég ætlaði að kaupa var ýmist ekki til eða fannst ekki í bakarínu.

Jæja, kannski það væri ekki galið að koma sér snemma í rúmið. Ég hef ráfað um með hausverk, svima og hita/kuldaköst frá því um eftirmiðdaginn í dag en eins og vanalega þegar líðanin er þannig er þetta allt án hækkaðs hita. Ég er nefnilega svo (ó)heppin að ég fæ yfirleitt ekki hita...


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum