28. mars 2003  #
Mómó og snjórinn

Loksins kom snjórinn! Jú jú ég veit vel að það er nú búið að snjóa smá öðru hvoru í vetur en í dag kom loksins vottur af alvöru jólasnjó. Ég greip myndavélina með mér á leiðinni í leikhúsið í kvöld og tók næstum heila filmu af snjómyndum niðri í bæ. Ég rétt næ að láta framkalla þær til að koma þeim með í ferlimöppuna mína um snjóinn . . . vonandi! :)

Já, ég fór í leikhús í kvöld að horfa á hann Unnstein frænda láta ljós sitt skína. Leikfélag Iðnskólanna er að sýna leikritið Mómó í Tjarnarbíói. Þrátt fyrir að vera ein á ferð þá naut ég sýningarinnar til fullnustu enda er þetta glæsileg sýning sem mér finnst að allir ættu að drífa sig og sjá. Hver fellur ekki fyrir því að sjá áhugaverða og vel gerða sýningu á aðeins 800 kr.? Mæli með því að þið skellið ykkur á næstu sýningar sem eru 4. og 5. apríl.


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum