29. mars 2003  #
Rúmfræði, meiri snjór og lambalæri

Hörkuframleiðsla í dag. Guðrún Brynja, Rósa, Hildur og ég vorum svaka duglegar í rúmfræðiverkefninu og þurfum líklegast bara að hittast einu sinni aftur til að klára. Alltaf jafnljúft að losna við stressið af leiðinlegum verkefnum.

Ég smellti nokkrum myndum til viðbótar af snjónum í morgun, enda allt hvítt og gífurlega falleg birta í morgun þegar ég vaknaði. Fór síðan með tvær filmur í framköllun hjá Hans Petersen og nýtti mér "tvær-fyrir-eina-tilboðið". Er nú komin með slatta af snjómyndum í ferlimöppuna. (Og er einnig með myndir úr síðasta fjölskylduboði og kennósaumaklúbbnum síðasta fimmtudag)

Í kvöld gæddum við Jói okkur á lambalæri í Grafarvoginum, en tengdamamma og Teddi buðu okkur í dýrindis kvöldmat. Takk fyrir það :)


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum