5. mars 2003  #
Syngjandi sæl og glöð
Já, var búinn að gleyma því að það var öskudagurinn í dag :) Við Helga komum við í 11-11 í Skipholti á leiðinni úr Listgreinahúsinu yfir í höfuðstöðvarnar og vorum að velta því fyrir okkur hvort við gætum fengið hádegismat þar ef við myndum syngja eitthvað af lögunum sem Helga Rut kenndi okkur í morgun. Miðað við fýlusvipinn á kassadömunni, sem var einmitt að hlusta á hóp barna syngja þegar við komum inn, þá spái ég því að það hefði ekki gengið... ;) Og þetta var kl. 11:15 í upphafi vinnudagsins - hversu fúl ætli hún hafi verið orðin í lok dagsins? Fyndið að fólk skuli ekki geta feikað smá bros og gleði þennan eina dag ársins sem krakkar fá að klæða sig í grímubúning og syngja sér inn sælgæti, þó það sé kannski þreytandi að hlusta á sama gaulið í marga klukkutíma. Þetta er nú bara einu sinni á ári!

Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


Áframhaldandi leti með smávegis skemmtiívafi

Jæja, var lítið duglegri í dag en í gær. Í staðinn fyrir að drífa mig snemma heim úr skólanum í dag og læra fyrst að það féll niður tími, þá eyddi ég nokkrum tímum í leti ásamt Hildu og Helgu uppi í skóla við að útbúa ofboðslega skemmtilegt boðsbréf til D-bekkjarins á kennaramót ársins og svo sátum við og kjöftuðum saman inni í matsal. Æ, það var ósköp gott, við notum alltof lítinn tíma nú til dags í að liggja í leti og spjalla saman, við erum alltaf svo uppteknar :( Svo við áttum þetta bara alveg skilið svona einu sinni! :)

Uppgötvuðum það í morgun í tíma hjá Helgu Rut að við á yngri barna kjörsviðinu getum vel sungið - alla vega svona allar saman í hóp sem kór. Erum hins vegar ekki eins spenntar yfir því að eiga syngja einsöng í næsta og þarnæsta tíma þegar við eigum að fara að kenna hver annarri lög...

Ég myndi vilja tileinka öllum föndurglöðum stúlkum í Kennó Hroll dagsins. Strákar, hættið að stríða okkur! Hvað með það þó okkur finnist gaman að föndra og dúlla við hlutina?!? ;)


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum