20. apríl 2003  #
Gleðilega páska :)

Gleðilega páska, gott fólk!
Vonandi hafa allir haft það jafngott og ég í dag :) Við opnuðum páskaeggin okkar tvö um það leyti sem Formúlan byrjaði og fengum bæði málshátt.
Jói fékk: Enginn deilir lengi einn.
og ég fékk: Það kvelur ei auga sem ei kemur í það.
Týpískt að ég skyldi fá einhvern svona augnamálshátt, ég er sko með hryllilega augnafóbíu og í hvert skipti sem ég les málsháttinn minn yfir þá sé ég fyrir mér einhvern ógeðslegan aðskotahlut í saklausu auga... úff...ég á m.a.s. í erfiðleikum með að skrifa um þetta!
     Meðan Jói var duglegur í lokaverkefnavinnunni sá ég Maid in Manhattan í þriðja sinn. Hún var enn jafngóð og Ralph Fiennes var enn jafnsætur ;)
     Páskamaturinn var ljúffengur og rann mjúklega niður með frönsku rauðvíni. Grand Orange-lambakjöt, appelsínusósa og bökunarkartöflur á stærð við mangó. Hlakka til að borða afganginn á morgun :) Að málsverði loknum fengum við okkur heimagerða ostaköku og horfðum á About a boy sem er alveg stórfín. Horfðum líka á hluta af nýjustu Bond-myndinni sem var ekki eins stórfín. Ætluðum að reyna að horfa á hana alla en gáfumst upp eftir ca. korter og fórum í ÍSlandshlutann. Nenntum ekki að kíkja á endinn, gerum ráð fyrir að Bond bjargi deginum, stúlkunni og heiminum.

     Sem sagt hinn fínasti páskadagur - sátt við lífið og tilveruna :)


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum