10. júní 2003  #
Sviptiveður

Mikið var ég fegin að vera búin að vinna kl. 16 í dag en ekki 17. Ég var komin með ruggustólinn og bók út á svalir næstum áður en ég fór út úr bílnum á planinu heima. Náði síðustu sólargeislum dagsins og naut lífsins. Líklega hefur hin sjaldséða sól lostið þeirri hugmynd í huga minn að það væri tilvalið að grilla. Svo ég kveikti á grillinu. Um leið komu fyrstu regndroparnir. En ég lét þá ekkert á mig fá og náði í kjötið. Þá kom hellidemba. Ég grillaði sem sagt í regnstakki og með regnhlíf í úrhellisrigningu sem kom sem betur fer beint að ofan og náði því ekki á kjötið undir regnhlífinni. En enginn er verri þótt hann vökni og maturinn bragðaðist afskaplega vel :)


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum