21. janúar 2006  #
Hinn nýi þjóðarréttur?

Það er einstæðingskvöld hjá mér í kvöld og ég ákvað að kaupa mér pizzu frá Pizza Hut. Skellti mér á miðstærðarpizzu en sleppti brauðstöngum. Áætlað verð var 1870 kr.

Þegar ég kom að sækja pizzuna í Smáralind komst ég að því að það var í gangi tilboð sem innihélt pizzuna mína, lítinn skammt af brauðstöngum, brauðstangasósu og 1 líter af gosi. Og herlegheitin kostuðu u.þ.b. 200 kr. minna en upphaflega verðið sem ég átti að borga.

Þannig að ég skipti auðvitað snarlega yfir í þetta fína tilboð.

Stend nú á blístri eftir að hafa gúffað í mig pizzunni en á allar brauðstangirnar eftir. Fínt að hafa þær í hádeginu á morgun.

Já, við mæðgurnar erum með eitthvað ólík gen hvað þetta varðar ;) 


Leggja orð í belg
2 hafa lagt orð í belg
23. janúar 2006 08:23:40
Skárra
Þetta er þrátt fyrir allt skárra en hákarlinn.
Þetta lagði afi í belginn
23. janúar 2006 18:58:49
Eins gott að ég haldi mig hér austanheiða meðan hákarlatímabilið er að ganga yfir.
Þetta lagði Ragna í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum