10. mars 2006  #
Öskubuska fær nýja skó

Eftir að andlát spariskónna minna uppgötvaðist um daginn, hefur staðið til að fara í skóleiðangur. Stefa yfirskóari bauðst til að koma með mér. Ég sagði henni að ég væri mjög erfið í skókaupum en hún er svo hugrökk að hún lét það ekkert stoppa sig.

Í vinnunni í dag var ég að ræða væntanlegan skóleiðangur og Helga og Rakel bönnuðu mér að kaupa eins skó og ég átti síðast...og eiginlega þarsíðast líka. Eins og ég hef greint frá áður þá þjáist ég nefnilega af Matlock-syndróminu og vil helst bara kaupa eins vöru og ég keypti síðast af því ég veit að það var svo rosalega fín vara... ;) Ég hlýði auðvitað því sem mér vitrara fólk í skókaupum segir svo að ég lofaði að koma heim með öðruvísi skó en vanalega.

Í dag var svo stóri dagurinn. Við Stefa þræddum hverja einustu skóbúð í Kringlunni. Við fórum líka inn í allar fatabúðir sem selja skó í einhvers konar formi. Eftir rúmlega klukkutíma leit höfðum við fundið eina bleika skó sem voru rosalega sætir en ekki í rétta litnum til að passa við allt, eina svarta skó sem við létum taka frá og ég ætlaði að kaupa en reyndust síðan passa illa við seinni mátun og einn ofboðslega flottan kínakjól sem var reyndar aðeins of lítill og kostaði helst til mikið...

Við þurftum því að yfirgefa Kringluna tómhentar.

Stefa skutlaði mér heim í Kópavoginn og þar sem enn var korter í lokun búða í Smáralindinni þá tókum við sveig inn á bílaplanið þar og stukkum inn í nokkrar skóbúðir. Það leit ekki út fyrir að það gengi neitt betur.

Í Bianco (sem ég sagði Helgu og Rakel í dag að ég sæi aldrei neitt flott í) fann ég loksins skó sem ég ákvað að máta þrátt fyrir að þeir væru bara með bandi um hælinn (ég renn vanalega út af hælnum í svoleiðis skóm). Þeir pössuðu ágætlega og meiddu mig bara lítið aftan á hægri hælnum. Ég var í þó nokkrum vafa, því ég hef það yfirleitt fyrir reglu að kaupa ekki skó sem meiða mig á nokkurn hátt því vaninn er að slíkt ágerist nú bara frekar en hitt. En búðin var að loka og ég ætlaði ekki tómhent heim! svo að ég keypti skóna. Ætla bara að líma hælsærisplástur aftan á hælinn hægra megin fyrstu skiptin sem ég nota þá og vona það besta :) Þið getið séð nýju fínu skóna mína hér fyrir neðan :)

En sem sagt - Stefu tókst að láta mig kaupa skó! Húrra fyrir henni!

Takk, elsku Stefa mín, fyrir að pína mig áfram í þetta erfiða verkefni ;)

 

 


Leggja orð í belg
7 hafa lagt orð í belg
11. mars 2006 00:10:42
Mín var ánægjan mín kæra :D Það er sjaldan sem ég þræði jafnmargar skóbúðir og fer tómhent heim svo þetta var sigur á báða bóga. Ég er samt enn svekkt yfir því að geggjaði bleiki kjóllinn hafi ekki passað á þig. Er líka enn að melta þetta með "RISA-númerin" ..hahahahah... En vona að skórnir gangist til og þú meiðir þig ekki við að vera í þeim. Þú prufukeyrir þá næst þegar þið Jói takið til á heimilinu - miklu skemmtilegra að sinna heimilisverkunum á spariskónum ;o)
Þetta lagði Stefa í belginn
11. mars 2006 15:36:42
Mér finnst auðvitað að einhver eigi að bjóða mér í gott partý eða á dansiball svo ég geti nú prófað þetta almennilega ;) Einhverjir sjálfboðaliðar? :)
Þetta lagði Sigurrós í belginn
11. mars 2006 16:22:54
Ekkert partí strax.
Húrra fyrir Stefu að hafa fengið þig til að kaupa skó sem ekki eru alveg eins og þeir síðustu. Ég verð að játa að þessir eru samt þó nokkuð Sigurrósarlegir. Ég er líka sammála því, að prufuganga þá smám saman heima en ekki fara á þeim í partí í fyrsta skipti sem þú ferð í þá. Það gæti orðið til þess að þú færir ekki í þá oftar. Sem sé ekkert partí í kvöld.
Kveðja og knús
Þetta lagði Mamma í belginn
11. mars 2006 22:23:03
Skil ekki??
Elsku Sigurrós mín, hvernig er hægt að meiða sig í hælinn í þessum skóm? skil það bara ekki, en flottir eru þeir, til hamingju!!
Þetta lagði Marta í belginn
11. mars 2006 22:45:36
Sko, bandið sem kemur fyrir aftan hælinn meiðir mig svolítið á hægra fæti. Ég er nefnilega smá svona prinsessa á bauninni þegar kemur að skóm... ;)
Þetta lagði Sigurrós í belginn
13. mars 2006 07:27:09
Til lukku með skóna þína. :) Bara sætir... Megiru dansa ótrúlega mikið á þeim á komandi árum hihi
Þetta lagði Hulla í belginn
17. mars 2006 22:43:25
YOU VE BEEN HIT BY THE

|^^^^^^^^^^^^|
|BEAUTIFUL truck | |\"\"\";.., ___.
|_..._...______===|= _|__|..., ] |
\"(@ ) (@ )\"\"\"\"*|(@ )(@ )*****(@

ONCE YOU VE BEEN HIT, YOU HAVE TO HIT 8 Beautiful People IF YOU GET HIT AGAIN YOU LL KNOW YOU RE REALLY BEAUTIFUL! IF YOU BRAKE THE CHAIN, YOU LL BE CURSED WITH UGLYNESS FOR 10 YEARS SO PASS IT HIT WHO EVER YOU THINK IS BEAUTIFUL!
Þetta lagði Hulla í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum