21. júní 2006  #
Sumarsólstöður

Vaknaði við sól í heiði í morgun. Um hádegi myndi móðir mín nú kalla það, en kl. var ekki alveg orðin 12 svo að ég kalla það í morgun ;)

Dundaði heima við til ca. tvö og dreif mig þá út í smá útréttingar í sólinni. Kíkti m.a. í Glæsibæ og kom mjög sátt þaðan út, enda fann ég mér loksins nýjar buxur (rosa flottar, sumarlegar gallabuxur), sumarjakka og meira að segja tadadada.... sólgleraugu með styrk! :) Hef aldrei tímt að kaupa mér svoleiðis en þau voru á svo góðu tilboði að ég sló til.

Eftir vel heppnaða verslunarferð lagði ég bílnum hjá Laugardalnum og fór út til að taka nokkrar myndir. Fékk mér síðan lítinn göngutúr um dalinn og kíkti yfir á Café Floru í grasagarðinum til að kaupa mér íspinna. Var að flýta mér með hann út í sólina þegar ég rak augun í Pál Óskar sem var að setja upp græjur og testa míkrófóna fyrir tónleika kvöldsins, en hann og Monica Abendroth eru að spila á Café Floru í kvöld. Það var ósköp freistandi að setjast frekar niður inni á kaffihúsinu og stara á kappann, en sólin hafði vinninginn og ég rölti af stað með íspinnann minn.

Hér heima við, tókum við Jói svo ákvörðun um að endurvekja grillið eftir 2 ára hlé. Ótrúlegt en satt, en gripurinn var í lagi eftir alla stormana og vindvolkið á svölunum. Sé fram á mörg grillkvöld í sumar :)

Á eftir liggur leiðin niður í bæ ásamt Elísabet sem ég hef ekki hitt í lengri lengri tíma! Hlakka mikið til :)


Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
22. júní 2006 10:17:21
Notalegur dagur hjá þér! Mig langaði svo á þessa tónleika, en það var uppselt...:(
Þetta lagði Lena í belginn


Endirinn nálgast...

Jæja, þá vitum við það... Mér er ekki viðbjargandi þegar gróður er annars vegar.

Frá því í febrúar hef ég látið gemsann minna mig samviskusamlega á að vökva orkideuna mína í hverri viku. Núna er hún hins vegar orðin ósköp lumpin og blómin fögru hengja bara haus.

Þar sem ég kann lítið...nei afsakið... þar sem ég kann ekkert á þá list að halda lífi í blómum þá veit ég ekki hvort það er eitthvað sem hægt er að gera fyrir þessa elsku annað en að vökva hana áfram. Eru einhver trix sem þarf að framkvæma? Færa hana um stað í íbúðinni? Gefa henni blómaáburð? Dansa nakin með hana úti í garði á miðnætti?

Mér þykir þetta ósköp leitt, Theó og Lena :(
En ég reyndi samt mitt besta.


Leggja orð í belg
6 hafa lagt orð í belg
21. júní 2006 12:37:43
Kann ekki heldur á blóm!
Ég er jafn fötluð á blómaumhirðu fékk greinilega ekki grænu fingurna hennar mömmu í vöggugjöf.
Þetta lagði Anna Hjalta í belginn
21. júní 2006 13:40:02
hahahahaha prófaðu að fara með hana út á miðnætti hahahahha!
Ég er sko líka alveg vonlaus í svona málum....
Þetta lagði Lena í belginn
21. júní 2006 14:17:42
Hahaha... ég er alveg á sama máli með svona plöntur! Gæti samt verið að hún sé bara að leggjast í dvala, minnir að hún geri það stundum alltíeinu hahahah... En haltu bara áfram að vökva og ekki lata hana standa í sólskini ;) (Pisst, *eða hentu henni bara laumulega í ruslið* úff ekki láta hana vita að ég skrifaði þetta hehe).
Þetta lagði Theó í belginn
22. júní 2006 11:32:46
Orkideur
Ég er búin að eiga tvær orkideur sem hafa skipst á að blómstra - blómin detta sem sagt af og nú koma á stilkinn. Einhver sagði mér að klippa stilkinn fyrir ofan þriðja lið, þá myndi henni ganga betru að mynda nýtt blóm! Úff - hljómar eins og ég sé einhver sérfræðingur!
Þetta lagði Rakel í belginn
22. júní 2006 11:33:54
....þarna átti náttúrulega að standa "ný koma á stilkinn"....
Þetta lagði Rakel í belginn
22. júní 2006 11:59:08
Sko, það er eins gott að maður ber þetta undir sérfræðingana! Ég hélt að blómið væri að drepast og hélt að ég myndi þurfa að kveðja það bráðum og henda því í ruslið...!
Ég bíð þá bara eftir nýju blómunum :)
Þetta lagði Sigurrós í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum