1. desember 2002  #
Stíbbluð aðventa

Mamma, Guðbjörg, Karlotta og Oddur komu í aðventuheimsókn í dag og fengu piparkökur o.fl. enda fyrsti sunnudagur í aðventu í dag.
     Fleiri heimsóknir bárust þegar líða fór á daginn en Haukur kom til kíkja á vaskinn okkar sem ákvað í gær að segja upp því hlutverki sínu að hleypa niður vatni. Haukur kíkti á vatnslásinn og rörin sem liggja inn um allt þak og komst að þeirri niðurstöðu að meiriháttar vandamál væri á ferðinni. Rörin öll stífluð og allt í skralli. Nú bíðum við bara eftir að fá pípara í málið og burstum tennurnar í baðkarinu eða eldhúsvaskinum á meðan. Gaman gaman...
      Á milli heimsókna og viðgerða æfði ég mig í að reikna fyrir aðferðafræðina. Mér var farið að ganga illa að einbeita mér að Læsisprófinu því aðferðafræðiskrímslið hékk alltaf á öxlinni á mér. Svo ég ákvað að reikna smá til að friða skrímslið og samviskuna og held svo áfram að glugga í Læsið á morgun. Aðventan sem tími jólaundirbúnings og gleði...? O nei, ekki fyrr en 11. desember. Þangað til mun hún einkennast af misáhugaverðum skólabókum og stífluðum rörum!


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum