Á náttborðinu

Mér finnst virkilega gaman að lesa þó ég gefi mér nú ekki mikinn tíma til þess upp á síðkastið.
Það þarf nú varla að nefna að bækur eru jafnmismunandi og þær eru margar og sumar bækur standa því betur upp úr en aðrar eftir lesturinn. Ég hef tekið saman nokkrar af þeim bókum sem hafa snert mig eða skemmt mér í gegnum tíðina. Listinn er bæði ætlaður mér sjálfri til að þessar umræddu bækur falli ekki algjörlega í gleymsku í einhverjum afkima huga míns og einnig er hann ætlaður þeim sem vantar hugmynd að góðri bók til að lesa og gætu ef til vill haft sama bókmenntsmekk og ég.