Enskukennarinn í stelpubekknum 4. C í MR sagði okkur að Hitch Hiker´s Guide to the Galaxy væri yfirleitt mjög vinsæl hjá strákunum. Bætti við að vonandi þætti okkur stelpunum hún skemmtileg líka. Því miður þá féll bókin ekkert sérstaklega vel í kramið hjá meirihlutanum. Ég kolféll þó fyrir bókinni og fannst hún alveg frábær. Ef ég man rétt þá var Elva sammála mér, passar það ekki? ;)
Húmorinn í bókinni er ótrúlega léttgeggjaður . . . eiginlega bara alveg geggjaður og ég skemmti mér konunglega við lesturinn.
Ég er nýlega búin að hlusta á söguna á ný, en við eigum upplesturinn á öllum bókunum í seríunni á Über-diskinum góða ;)
Að sjálfsögðu fórum við Jói á myndina í bíó og hún var alveg ágæt. Nær samt bókinni ekki fullkomlega enda erfitt að færa svona klikkaðan húmor á hvíta tjaldið svo vel fari. En samt fínasta mynd.