Ég um mig

19. júlí 1979 fæddist þeim Oddi Vilbergi Péturssyni og Rögnu Kristínu Jónsdóttur stúlkubarn sem var 3,2 kg að þyngd og 50 cm að lengd. Stúlkan hlaut nafnið Sigurrós Jóna og var hún annað barn þeirra hjóna en fyrir áttu þau dótturina Guðbjörgu f. 1972.

Sigurrós fetaði sín fyrstu spor á menntabrautinni í leikskólanum Holtaborg þá 5 ára gömul. Fram að því hafði hún notið leiðsagnar þriggja einkakennara, þ.e. móður sinnar, ömmu og systur, en þær kenndu henni í sameiningu að lesa í kringum 4 ára aldurinn.

6 ára gömul byrjaði Sigurrós í 6 ára LL í Laugarnesskóla hjá Sigrúnu Sævarsdóttur, kennaranum sem kenndi henni og bekkjarfélögum hennar þangað til þau fóru yfir í unglingadeildina í Laugalækjarskóla.

Á sumrin var einnig nóg um að vera. Milli þess sem Sigurrós lék sér við vinkonur sínar þá fór hún á sundnámskeið, leikjanámskeið og í sumarbúðir. Hún tók fyrst þátt í unglingavinnunni sumarið eftir 8. bekk, þ.e. 1993, og síðan næstu 4 sumur þar á eftir. Vann hún m.a. í Laugardalnum, Heiðmörk, Hljómskálagarðinum og á róluvöllum. Sumrin 1997 og 1998 var hún eins konar aðstoðarkirkjuvörður í Hallgrímskirkju og hjálpaði þar til við þrif, undirbúning guðsþjónusta, póstkortasölu og lyftuvörslu.

Haustið 1995 steig Sigurrós loks sem nemandi inn fyrir dyr Menntaskólans í Reykjavík en drauminn um að fara í MR hafði hún borið frá 9 ára aldri. Hún útskrifaðist af nýmálabraut MR í júní 1999 með 7 tungumál í pokahorninu (þ.e. íslensku, dönsku, ensku, þýsku, frönsku, spænsku og latínu).

Eins og sönnum nýmálanema sæmir þá var stúlkan full af ferðaþrá og vildi komast út í heim. Hún kvaddi Jóa, kærastann sem hún eignaðist mánuði fyrir stúdentsprófin, bað hann að bíða eftir sér og flaug síðan í lok júní 1999 til Frakklands til að verða au pair í Jarrie og gæta þriggja drengja. Í Frakklandi tók hún mánaðarlangt frönskunámskeið við Stendhal-háskóla í Grenoble og stundaði síðan frönskunám við Maison de la Promotion Sociale ásamt öðrum au-pair stúlkum.

Við komuna heim til Íslands í apríl 2000 hóf Sigurrós störf í frönskudeild ferðaskrifstofunnar Terra Nova og sá þar um pantanir frá frönskum einstaklingum sem höfðu hug á að heimsækja okkar farsældar frón og sá um að afhenda þeim bílaleigubíla til afnota hér á landi.

Val Sigurrósar um áframhaldandi nám hafði lengi staðið milli ferðamálafræða og kennaranámsins. Hún valdi hið síðarnefnda og haustið 2000 hóf hún nám við Kennaraháskóla Íslands. Eftir að hafa farið í vettvangsnám í Grandaskóla og kennt þar 4. bekk í tvær vikur sannfærðist hún enn meir um að hafa valið rétt.

Vorið 2003 útskrifaðist hún úr Kennaraháskólanum og fékk kennarastöðu við Hlíðaskóla þar sem hún kennir nú nemendum á yngsta stigi grunnskólans.

1979 Fæðing 19. júlí
1984-85 Leikskólinn Holtaborg
1985-92 Laugarnesskóli
1992-95 Laugalækjarskóli
1993 Unglingavinnan í Laugardalnum
1994 Unglingavinnan á Kambsvelli og Rauðalæk
1995 Bæjarvinnan í Heiðmörk
1995-99 Menntaskólinn í Reykjavík
1996 Bæjarvinnan í Hljómskálagarðinum
1997 Bæjarvinnan í Laugardalnum
1997-99 Hallgrímskirkja (sumarvinna og svo helgarvinna yfir veturinn 97-98 og 98-99)
1999-2000 Au pair í Jarrie í Frakklandi
2000-2002 Sumarvinna hjá Terra Nova (3 sumur)
2000-2003 Kennaraháskóli Íslands
2001 Vettvangsnám í Grandaskóla
2002 Vettvangsnám í Ingunnarskóla
2002 Vettvangsnám í Háteigsskóla
2003-?

Kennari við Hlíðaskóla 


Þann 9. júlí 2005 giftist Sigurrós honum Jóa sínum og fór brúðkaupið fram með pompi og prakt.

Þann 10. mars 2007 fæddist svo frumburðurinn, litla prinsessan hún Ragna Björk