1. febrúar 2002  #
"Það var einu sinni strákur sem átti frosk"
Hrafnhildur Ragnarsdóttir kynnti fyrir okkur froskasögur í Þróun máls og málnotkunar í dag. Froskasögurnar eru hluti af tilraun sem hún gerði á frásagnarhæfileikum barna (og fullorðinna). Hún lagði fyrir þau froskasögu í myndum eingöngu og fengu börnin að fletta í gegnum bókina áður en þau áttu svo sjálf að segja sögu bókarinnar. Í tímanum fengum við að fletta í gegnum froskabækurnar, lesa texta barna sem höfðu sagt sögu myndanna og fengum m.a.s. að sjá 3 barnanna segja frá á myndbandi. Munurinn á milli barna á sama aldri var ótrúlegur og það var merkilegt að sjá hvað þau sögðu ólíkt frá. Vonandi fáum við að kynnast fleiri svona spennandi verkefnum á námskeiðinu í vetur.
     Mér (og fleirum) finnst verst hvað tímasetningin á þessu námskeiði er léleg. Við erum frá 12:25 til 16:00 á föstudögum og ég get alveg sagt ykkur það að þó efnið sem við erum að fara í sé áhugavert þá er einbeitingin löngu flogin út um gluggann fyrir kl. 15:00 og þá er heil kennslustund eftir! Mikið hefði verið indælt að geta skipt námskeiðinu í tvennt og við hefðum verið í 2 kennslustundir í einu, tvisvar í viku. Þegar drögin að næstu stundatöflu verða gerð opinber þá bara verðum við á yngri barna sviðinu að mótmæla ef það á einu sinni enn að setja okkur í stór námskeið í 4 kennslustundir í senn á föstudagseftirmiðdögum!

Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum